Lindaskóli sigraði í Skólahreysti

Lið Lindaskóla skipuðu þau Selma Bjarkadóttir, Alexander Broddi Sigvaldason, Hilmir …
Lið Lindaskóla skipuðu þau Selma Bjarkadóttir, Alexander Broddi Sigvaldason, Hilmir Hugason og Sara Bjarkadóttir. mbl.is/Eggert

Lindaskóli í Kópavogi bar sigur úr býtum í Skólahreysti nú rétt í þessu með 56 stig, en skólinn fékk einungis einu stigi meira en Holtaskóli í Reykjanesbæ. Lið Lindaskóla skipuðu þau Selma Bjarkadóttir, Alexander Broddi Sigvaldason, Hilmir Hugason og Sara Bjarkadóttir.

Í öðru sæti lenti Holtaskóli með 55 stig og í því þriðja hafnaði Heiðarskóli með 53 stig en Heiðarskóli jafnaði einnig elsta Íslandsmet Skólahreysti þegar Klara Lind Þórarinsdóttir og Eyþór Jónsson kláruðu hraðabrautina á tveimur mínútum og þremur sekúndum.

Hart var barist í hverri einustu grein en Leonie Sigurlaug Friðriksdóttir vakti mikla athygli fyrir að sigra bæði armbeygjurnar og hreystigreipina í kvennaflokki. Hún var í liði Grunnskóla Húnaþings vestra. Leonie tók 54 armbeygjur og hékk í sex mínútur og 27 sekúndur. 

Lindaskóli hefur með þessum sigri sigrað þrisvar sinnum í Skólahreysti en Holtaskóli, sem hafnaði í öðru sæti hefur sigrað í Skólahreysti fimm sinnum og er því sigursælasti skólinn í keppninni frá upphafi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert