Fimmtán Þristar á leiðinni til Reykjavíkur

Vélar af þessari tegund eru væntanlegar til Reykjavíkur næsta mánudagskvöld ...
Vélar af þessari tegund eru væntanlegar til Reykjavíkur næsta mánudagskvöld eða þriðjudagsmorgun. Ljósmyndir/Daks over Normandy

Mikill viðbúnaður verður á Reykjavíkurflugvelli í næstu viku þegar þangað koma 15 flugvélar af gerðinni DC-3/C-47. Vélarnar munu leggja af stað frá Bandaríkjunum á sunnudag en áfangastaðurinn er Normandí í Frakklandi en þar fer fram athöfn 6. júní í tilefni þess að 75 ár eru þá liðin frá innrásinni í Normandí, sem markaði upphaf endiloka síðari heimsstyrjaldarinnar. Von er á vélunum til Reykjavíkur að kvöldi mánudagsins 20. maí eða að morgni daginn eftir, allt eftir því hvernig viðrar á leiðinni.

Fjölmargir aðilar vinna nú að undirbúningi fyrir komu vélanna, eins og Isavia, ACE FBO Flugþjónustan á Reykjavíkurflugvelli, Þristavinafélagið, AOPA á Íslandi (Félag flugmanna og flugvélaeigenda) og Skeljungur, en flugvélarnar þurfa gríðarlegt magn af eldsneyti, eða um 2.000 lítra hver um sig. Nálgast eldsneytismagnið helminginn af því sem einkaflugvélar nota árlega á Reykjavíkurflugvelli.

Unnið er að því að finna vélunum stæði á flugvellinum á meðan þær stoppa hér. ACE FBO Flugþjónustan vinnur að því, í samráði við Isavia, og meðal svæða sem koma til greina er neyðarflugbrautin svonefnda, sem hefur verið aflögð. Er til skoðunar að hafa vélarnar til sýnis fyrir almenning.

Var til skoðunar að senda Pál Sveinsson héðan

Leiðangurinn nefnist D-Day Squadron og talsmaður hans, Moreno Aquiari, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að lokaundirbúningi ferðarinnar miðaði vel. Verður leiðangurinn kynntur sérstaklega á blaðamannafundi vestan hafs í dag. Auk vélanna 15 sem hingað koma munu aðrar 15 vélar frá Evrópu sameinast leiðangrinum fyrir flugið yfir Ermarsundið til Normandí. Að sögn Aquiari tóku fimm þessara véla, sem lenda í Reykjavík, þátt í innrásinni í Normandí 6. júní 1944.

Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins, man ekki til þess í seinni tíð að jafn margar vélar af þessari gerð hafi lent á Reykjavíkurflugvelli á einum degi.

Mun lending allra vélanna geta tekið 3-4 tíma því 10-15 mínútur líða á milli lendinga og svo þarf að taka tillit til annarrar flugumferðar á sama tíma. Tómas Dagur segir Þristavinafélagið hafa skoðað alvarlega þann möguleika að fljúga héðan á DC-3 vél félagsins, Páli Sveinssyni, til Normandí en ekki tókst að fjármagna þann leiðangur. Verið er að leggja lokahönd á að gera Pál kláran fyrir sumarið og stefnt að því að fljúga honum suður um helgina þannig að hann geti hitt systkini sín frá Bandaríkjunum eftir helgina. Páll hefur líkt og undanfarin ár verið í vetrardvala á Flugsafni Íslands á Akureyrarflugvelli.

800 DC-3 vélar tóku þátt í innrásinni fyrir 75 árum

Páll Sveinsson kom upphaflega til landsins í desember 1943 til flutninga fyrir bandaríska herinn á Keflavíkurflugvelli. Árið keypti 1946 keypti Flugfélag Íslands vélina til farþegaflugs og var notuð sem slík til fjölda ára, eða þar til Landgræðsla ríkisins fékk hana til afnota árið 1972 og var hún í landgræðsluflugi allt til ársins 2006. Þá fékk Þristavinafélagið Pál Sveinsson til varðveislu og hefur viðhaldið vélinni síðan.

Á D-deginum svonefnda fyrir 75 árum höfðu DC-vélar bandamanna mikilvægu hlutverki að gegna en um 800 flugvélar af gerðinni DC-3/C-47, stundum nefndar Dakotas eða Daks, flugu með um 24 þúsund fallhlífarhermenn yfir Normandí árla morguns 6. júní 1944. Sameinuðust þeir um 160 þúsund landgönguliðum til að ráðast gegn herliði Þjóðverja.

Vélarnar 15 leggja af stað frá Oxford á austurströnd Bandaríkjanna og fara sömu leið yfir N-Atlantshaf og farin var gjarnan á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar, leið sem nefndist á frummálinu Blue Spruce. Frá Oxford verður flogið til Goose Bay í Nýfundnalandi og gist eina nótt, þaðan til Narsarsuaq á Grænlandi, þá til Reykjavíkur, þar sem flotinn mun dvelja í tvo daga, og þaðan til Prestwick á vesturströnd Skotlands. Næst verður flogið á Duxford-flugvöll norður af Lundúnum en þar sameinast fleiri DC-vélar frá Englandi og meginlandi Evrópu dagana 1. og 2. júní áður en flotinn tekur lokaflugið yfir Ermarsundið til Normandí 5. júní.

Sjálf hátíðin í Normandí er frá 6.-9. júní nk. en margar vélanna munu einnig taka þátt í athöfn í Berlín í sumar í tilefni þess að 70 ár eru liðin frá lokum loftbrúarinnar til Berlínar, þegar Rússar lokuðu landleiðinni til Berlínar árin 1948-1949. En bandamenn hófu þá umfangsmikla loftflutninga með birgðir til borgarinnar, m.a. með DC-3 flugvélum.

Fréttin hefur verið uppfærð:

Í Morgunblaðinu í dag er talað um BIRK Flugþjónustuna sem einn þeirra aðila sem undirbúa komu vélanna til Reykjavíkurflugvallar. Það er eldra nafn og heitir fyrirtækið nú ACE FBO Flugþjónustan.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Dúxinn með 9,83 í MH

Í gær, 21:37 126 nemendur voru brautskráðir frá Menntaskólanum við Hamrahlíð á laugardaginn. Flestir þeirra útskrifuðust af opinni braut, 43 talsins. Átta náðu ágætiseinkunn, það er meðaleinkunn yfir 9. Meira »

Flutningaskip sigldi inn í Kleppsbakka

Í gær, 19:27 Danskt flutningaskip stórskemmdi bryggjuna við Kleppsbakka í morgun þegar það sigldi á hana og skemmdi. Tjónið hleypur á tugum milljóna. Orsakir slyssins liggja ekki fyrir. Meira »

Kepptust um veiðina við Ólafsvík

Í gær, 18:19 Nóg var um að vera á bryggjunni í Ólafsvík í gær og á föstudag, þegar fram fór árlegt mót Sjóstangaveiðifélags Snæfellsness. Tæplega þrjátíu keppendur voru skráðir til leiks og héldu til veiða frá bryggjunni í Ólafsvík klukkan sex á föstudagsmorgun. Meira »

Saltkóngurinn í Svíþjóð

Í gær, 18:02 Hann er hálfur Íslendingur og hálfur Svíi, hann Sven Ásgeir Hanson og á stærsta saltfyrirtæki Svíþjóðar sem selur salt víða um Evrópu. Þessi kappsfulli öldungur hefur haft í ýmsu að snúast á langri ævi, eins og viðskipti, kaup og sala veðhlaupahesta og siglingar. Meira »

Harður árekstur í Árbæ

Í gær, 17:44 Harður árekstur varð þegar tveir bílar skullu saman á mótum Hraunbæjar og Bitruháls í Árbænum í Reykjavík á sjötta tímanum í dag. Farþegar voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Þrír hlutu minni háttar meiðsl. Meira »

„Fólki finnst þetta ekki í lagi lengur“

Í gær, 17:32 „Það kom svolítið á óvart að heilt yfir skuli viðhorfið hafa verið neikvætt, sama hvaða hóp verið var að skoða,“ segir Soffía Halldórsdóttir, sem nýverið skilaði meistaraverkefni sínu sem ber heitið „Selur kynlíf?“ og fjallar um femínisma, kyn og kynferðislegar tengingar í auglýsingum. Meira »

„Sjálfsagt að þjóðin sé blekkt?“

Í gær, 16:52 „Getur verið að þingmenn í öllum flokkum telji sjálfsagt að þjóðin sé blekkt?“ spyr Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, á vefsíðu sinni í dag þar sem hann ræðir umfjöllun mbl.is fyrir viku hvar greint var frá því að utanríkisráðuneytið og Evrópusambandið væru sammála um að umsókn Íslands um inngöngu í sambandið frá 2009 hefði ekki verið dregin til baka eins og haldið var fram á sínum tíma. Meira »

Borgarbókasafnið fékk 18,5 milljónir

Í gær, 16:34 Dagur barnsins er í dag. Styrkjum var úthlutað úr Barnamenningarsjóði í Alþingishúsinu um hádegi við það tilefni. 36 voru styrkirnir, að heildarupphæð 97,5 milljónir. Umsóknirnar voru 108. Meira »

Skynsamlegt skref að banna svartolíuna

Í gær, 16:00 „Við hjá Faxaflóahöfnum höfum lengi nefnt að það sé ástæða til að takmarka notkun svartolíu í landhelgi Íslands, undir þeim formerkjum að til þess að ná árangri í loftslagsmálum að þá verður að grípa til aðgerða. Þess vegna erum við sammála þessari aðferðarfræði,“ segir hafnarstjóri Faxaflóahafna. Meira »

Barn flutt á slysadeild

Í gær, 15:31 Flytja þurfti barn á slysadeild á þriðja tímanum í dag með talsverða áverka eftir að það hafði orðið fyrir bifreið á Sogaveg í Reykjavík en barnið var þar á reiðhjóli. Meira »

Ragnar Þór segist „pólitískt viðundur“

Í gær, 15:15 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segist hafa verið úthrópaður kvenhatari, krafinn um afsögn úr embætti formanns VR og þaðan af verra, fyrir að lýsa yfir stuðningi við þá þingmenn sem haldið hafa uppi málþófi á Alþingi undanfarið gegn innleiðingu þriðja orkupakkans. Meira »

Bjarni á fund páfa

Í gær, 15:08 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, er nú staddur í Rómarborg á Ítalíu þar sem hann kemur til með að hitta Frans páfa í Vatíkaninu á morgun, ásamt fjármálaráðherrum fleiri ríkja. Meira »

Lést við störf í Þistilfirði

Í gær, 12:07 Karlmaður á sjötugsaldri lést skammt frá bóndabæ í Þistilfirði um hádegisbil í gærdag. Maðurinn hafði verið við störf á fjórhjóli úti á túni. Meira »

Allir vilja upp við bestu aðstæðurnar

Í gær, 11:45 Fjallgöngumaðurinn Leifur Örn Svavarsson, sem stóð á toppi Everest fjalls ásamt Lýði Guðmundssyni í vikunni, segir að enginn óski sér þess, hvað þá Íslendingar sem séu vanir því að vera einir á fjöllum, að vera á hæsta punkti veraldar í mannmergð. Það skemmi aðeins upplifunina. Meira »

Eldur í gámum á Selfossi

Í gær, 11:32 Eldur logaði í tveimur ruslagámum fyrir aftan verslun Krónunnar á Selfossi í nótt og voru Brunavarnir Árnessýslu kallaðar til á þriðja tímanum í nótt til þess að slökkva eldinn. Meira »

Þurfa að bíða í allt að sjö mánuði

Í gær, 09:55 „Þetta er alvarleg staða. Það er ekki hægt að láta börn og foreldra bíða. Þetta á bara að vera í lagi,” segir Eyrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs hjá sýslumanni höfuðborgarsvæðisins, um langa bið eftir meðferð á fjölskyldumálum hjá embættinu. Meira »

Snýst í norðanátt og kólnar

Í gær, 08:27 Rólegheitaveður verður á landinu í dag og víða bjart fyrir norðan, en skýjað og stöku skúrir sunnan- og austantil. Það mun þó létta til við Faxaflóa eftir hádegi. Hiti verður 8-15 stig, hlýjast á Vesturlandi, en mun svalara með austurströndinni. Á morgun snýst í norðanátt og kólnar. Meira »

Lögreglumaður sleginn í Garðabæ

Í gær, 07:31 Lögreglu barst í gærkvöldi tilkynning um ágreining sambúðarfólks í húsi í Garðabæ og er lögregla kom á staðinn um kl. 23, réðst konan á lögreglumann og sló hann. Hún var handtekin í kjölfarið og eyddi nóttinni í fangageymslu lögreglu. Meira »

Þetta er adrenalínfíkn

í fyrradag Detta. Velta niður fjallshlíð. Rotast. Slást. Vera skotin/n með byssu. Bera sig að eins og þrautþjálfaður og þungvopnaður sérsveitarmaður. Meira »
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...
NUDD- LÁTTU ÞER LIÐA VEL.
Verð ekki við vinnu fyr en um eða eftir miðjan mars . SIMI 863-2909...