Fimmtán Þristar á leiðinni til Reykjavíkur

Vélar af þessari tegund eru væntanlegar til Reykjavíkur næsta mánudagskvöld ...
Vélar af þessari tegund eru væntanlegar til Reykjavíkur næsta mánudagskvöld eða þriðjudagsmorgun. Ljósmyndir/Daks over Normandy

Mikill viðbúnaður verður á Reykjavíkurflugvelli í næstu viku þegar þangað koma 15 flugvélar af gerðinni DC-3/C-47. Vélarnar munu leggja af stað frá Bandaríkjunum á sunnudag en áfangastaðurinn er Normandí í Frakklandi en þar fer fram athöfn 6. júní í tilefni þess að 75 ár eru þá liðin frá innrásinni í Normandí, sem markaði upphaf endiloka síðari heimsstyrjaldarinnar. Von er á vélunum til Reykjavíkur að kvöldi mánudagsins 20. maí eða að morgni daginn eftir, allt eftir því hvernig viðrar á leiðinni.

Fjölmargir aðilar vinna nú að undirbúningi fyrir komu vélanna, eins og Isavia, ACE FBO Flugþjónustan á Reykjavíkurflugvelli, Þristavinafélagið, AOPA á Íslandi (Félag flugmanna og flugvélaeigenda) og Skeljungur, en flugvélarnar þurfa gríðarlegt magn af eldsneyti, eða um 2.000 lítra hver um sig. Nálgast eldsneytismagnið helminginn af því sem einkaflugvélar nota árlega á Reykjavíkurflugvelli.

Unnið er að því að finna vélunum stæði á flugvellinum á meðan þær stoppa hér. ACE FBO Flugþjónustan vinnur að því, í samráði við Isavia, og meðal svæða sem koma til greina er neyðarflugbrautin svonefnda, sem hefur verið aflögð. Er til skoðunar að hafa vélarnar til sýnis fyrir almenning.

Var til skoðunar að senda Pál Sveinsson héðan

Leiðangurinn nefnist D-Day Squadron og talsmaður hans, Moreno Aquiari, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að lokaundirbúningi ferðarinnar miðaði vel. Verður leiðangurinn kynntur sérstaklega á blaðamannafundi vestan hafs í dag. Auk vélanna 15 sem hingað koma munu aðrar 15 vélar frá Evrópu sameinast leiðangrinum fyrir flugið yfir Ermarsundið til Normandí. Að sögn Aquiari tóku fimm þessara véla, sem lenda í Reykjavík, þátt í innrásinni í Normandí 6. júní 1944.

Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins, man ekki til þess í seinni tíð að jafn margar vélar af þessari gerð hafi lent á Reykjavíkurflugvelli á einum degi.

Mun lending allra vélanna geta tekið 3-4 tíma því 10-15 mínútur líða á milli lendinga og svo þarf að taka tillit til annarrar flugumferðar á sama tíma. Tómas Dagur segir Þristavinafélagið hafa skoðað alvarlega þann möguleika að fljúga héðan á DC-3 vél félagsins, Páli Sveinssyni, til Normandí en ekki tókst að fjármagna þann leiðangur. Verið er að leggja lokahönd á að gera Pál kláran fyrir sumarið og stefnt að því að fljúga honum suður um helgina þannig að hann geti hitt systkini sín frá Bandaríkjunum eftir helgina. Páll hefur líkt og undanfarin ár verið í vetrardvala á Flugsafni Íslands á Akureyrarflugvelli.

800 DC-3 vélar tóku þátt í innrásinni fyrir 75 árum

Páll Sveinsson kom upphaflega til landsins í desember 1943 til flutninga fyrir bandaríska herinn á Keflavíkurflugvelli. Árið keypti 1946 keypti Flugfélag Íslands vélina til farþegaflugs og var notuð sem slík til fjölda ára, eða þar til Landgræðsla ríkisins fékk hana til afnota árið 1972 og var hún í landgræðsluflugi allt til ársins 2006. Þá fékk Þristavinafélagið Pál Sveinsson til varðveislu og hefur viðhaldið vélinni síðan.

Á D-deginum svonefnda fyrir 75 árum höfðu DC-vélar bandamanna mikilvægu hlutverki að gegna en um 800 flugvélar af gerðinni DC-3/C-47, stundum nefndar Dakotas eða Daks, flugu með um 24 þúsund fallhlífarhermenn yfir Normandí árla morguns 6. júní 1944. Sameinuðust þeir um 160 þúsund landgönguliðum til að ráðast gegn herliði Þjóðverja.

Vélarnar 15 leggja af stað frá Oxford á austurströnd Bandaríkjanna og fara sömu leið yfir N-Atlantshaf og farin var gjarnan á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar, leið sem nefndist á frummálinu Blue Spruce. Frá Oxford verður flogið til Goose Bay í Nýfundnalandi og gist eina nótt, þaðan til Narsarsuaq á Grænlandi, þá til Reykjavíkur, þar sem flotinn mun dvelja í tvo daga, og þaðan til Prestwick á vesturströnd Skotlands. Næst verður flogið á Duxford-flugvöll norður af Lundúnum en þar sameinast fleiri DC-vélar frá Englandi og meginlandi Evrópu dagana 1. og 2. júní áður en flotinn tekur lokaflugið yfir Ermarsundið til Normandí 5. júní.

Sjálf hátíðin í Normandí er frá 6.-9. júní nk. en margar vélanna munu einnig taka þátt í athöfn í Berlín í sumar í tilefni þess að 70 ár eru liðin frá lokum loftbrúarinnar til Berlínar, þegar Rússar lokuðu landleiðinni til Berlínar árin 1948-1949. En bandamenn hófu þá umfangsmikla loftflutninga með birgðir til borgarinnar, m.a. með DC-3 flugvélum.

Fréttin hefur verið uppfærð:

Í Morgunblaðinu í dag er talað um BIRK Flugþjónustuna sem einn þeirra aðila sem undirbúa komu vélanna til Reykjavíkurflugvallar. Það er eldra nafn og heitir fyrirtækið nú ACE FBO Flugþjónustan.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Ekki farinn að hugleiða umræðustöðvun

11:20 Þingmenn hafa komið að máli við forseta Alþingis og spurt hann að því hvort ekki sé orðið tímabært að stöðva umræðu þingmanna Miðflokksins með því að beita ákvæði í 71. gr. þingskaparlaga. Steingrímur segist hafa verið „tregur til að gangast inn á“ að hann sé farinn að hugleiða það, ennþá. Meira »

Nærri nítján stundir af orkupakkaumræðu

10:03 Þingfundur stendur enn yfir á Alþingi, en þar hafa þingmenn Miðflokksins rætt um innleiðingu þriðja orkupakkans í alla nótt. Fundur hófst kl. 15:31 í gær og hefur nú staðið yfir í á nítjándu klukkustund. Varaforseti þingsins segir miðflokksmenn ráða hvenær fundi ljúki. Meira »

Fá aðgang að vaxandi markaði

09:30 „Það hefur mikla þýðingu fyrir okkur að fá aðgang að mest vaxandi markaði fyrir lax í heiminum,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri hjá laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish á Vestfjörðum, um opnun Kínamarkaðar fyrir íslenskar eldisafurðir. Meira »

Bílbruni á Kjalarnesi

08:58 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sjöunda tímanum í morgun vegna elds í bíl á Kjalarnesi, en bíllinn stóð á bílaplani nærri munna Hvalfjarðarganga. Bíllinn er gjörónýtur. Meira »

Heppin með veður til þessa

08:18 „Þetta ætti að ganga vel því ég verð með strauminn og vindinn í bakið,“ sagði Veiga Grétarsdóttir í gær áður en hún lagði af stað á kajak frá Stykkishólmi til Ólafsvíkur, um 50 km leið. Meira »

Mótmæla hærri arðgreiðslum

07:57 Félag atvinnurekenda mótmælir áformum um háar arðgreiðslur Faxaflóahafna til eigenda sinna, sem Reykjavíkurborg hefur lagt til. Meira »

Líkamsáras í gleðskap í Garðabæ

07:48 Tilkynnt barst lögreglu um líkamsárás í Garðabæ á þriðja tímanum í nótt. Þar hafði staðið yfir gleðskapur í heimahúsi og húsráðandi gert tilraun til þess að vísa mönnum úr partýinu sökum þess að þeir voru að nota fíkniefni. Mennirnir réðust í kjölfarið á manninn. Meira »

Trymbillinn sem gerðist leikari

07:37 Björn Stefánsson, fyrrverandi trommuleikari þungarokkshljómsveitarinnar Mínuss, segist hafa gengið með leiklistardrauma í maganum allt frá barnæsku. Meira »

Launahækkanir kjararáðs ráðgáta

06:30 Ekki eru til nein gögn um það hvaða forstjórar ríkisstofnanna fengu afturvirka launahækkun með ákvörðun kjararáðs árið 2011. Sagðist kjararáð ætla að tilkynna hverjum og einum með bréfi hvaða hækkun þeir myndu fá, en bréfin voru aldrei send. Meira »

Með saltið í blóðinu

05:30 Hann er hálfur Íslendingur og hálfur Svíi, hann Sven Ásgeir Hanson, og á stærsta saltfyrirtæki Svíþjóðar sem selur salt víða um Evrópu. Þessi kappsfulli öldungur hefur haft í ýmsu að snúast á langri ævi. Meira »

Airbus afhendir tólf þúsundustu vélina

05:30 Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur nú afhent tólf þúsund flugvélar til viðskiptavina sinna vítt og breitt um heiminn. Félagið fagnar 50 ára afmæli um þessar mundir en það er í raun eini keppinautur Boeing á markaðnum með stærri farþegaþotur. Meira »

Krani í Sundahöfn nær 100 metra upp

05:30 Unnið er af fullum krafti að uppsetningu stærsta gámakrana landsins á hinum nýja Sundabakka í Sundahöfn. Á þessum stað verður aðal-athafnasvæði Eimskips í framtíðinni. Meira »

Greftrunarhefðir breytast hægt

05:30 Forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma telur ekki útilokað, að ný greftrunaraðferð, sem einkafyrirtæki í Bandaríkjunum hefur þróað, ryðji sér til rúms. Meira »

Borgin skoðar veggjöld

05:30 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur, segir til skoðunar að leggja á svonefnd tafagjöld til að stjórna og draga úr umferð einkabíla í Reykjavíkurborg. Meira »

Eldvatnsbrú sett á stöpla

05:30 Brúarvinnuflokkur Munck á Íslandi ætlaði nú með morgninum að hefjast handa við að koma nýju brúnni yfir Eldvatn í Skaftártungu fyrir á stöplum sínum. Meira »

Umferðarslys og líkamsárás

Í gær, 23:28 Fjarlægja þurfti bifreið af Vesturlandsvegi við Korputorg í Reykjavík með kranabifreið um klukkan þrjú í dag vegna umferðarslyss. Engin slys urðu hins vegar á fólki samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Ekki tekist að lækka tollana

Í gær, 22:52 Stjórnvöld hafa átt í viðræðum við Evrópusambandið frá því á árinu 2017 um að íslenskar sjávarafurðir njóti fulls tollfrelsis inn á innri markað sambandsins í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum en til þessa hafa þær viðræður hins vegar ekki borið árangur. Meira »

Martha í 7. sinn á Smáþjóðaleika

Í gær, 22:32 Martha Ernstsdóttir, einn fremsti hlaupari landsins um árabil, er í hópi þjálfara frjálsíþróttafólksins sem tekur þátt í Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi 27. maí til 1. júní næstkomandi. Meira »

FÁ brautskráði 118 nemendur

Í gær, 21:40 Fjölbrautaskólinn við Ármúla brautskráði 118 nemendur við hátíðlega athöfn í skólanum í dag, en þar af brautskráðust 9 af tveimur brautum. Magnús Ingvason skólameistari FÁ stýrði athöfninni og færði nemendum innblásin skilaboð í útskriftarræðu sinni. Meira »
Tæki fyrir fjórhjólið
Fjölmörg tæki í boði fyrir fjórhjólið www.hardskafi.is...
Til sölu kvk Hjól
2 ára kvk reiðhjól með háu stýri.Comfort style eins og nýtt. Keypt hjá Erninum....
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...