Fimmtán Þristar á leiðinni til Reykjavíkur

Vélar af þessari tegund eru væntanlegar til Reykjavíkur næsta mánudagskvöld ...
Vélar af þessari tegund eru væntanlegar til Reykjavíkur næsta mánudagskvöld eða þriðjudagsmorgun. Ljósmyndir/Daks over Normandy

Mikill viðbúnaður verður á Reykjavíkurflugvelli í næstu viku þegar þangað koma 15 flugvélar af gerðinni DC-3/C-47. Vélarnar munu leggja af stað frá Bandaríkjunum á sunnudag en áfangastaðurinn er Normandí í Frakklandi en þar fer fram athöfn 6. júní í tilefni þess að 75 ár eru þá liðin frá innrásinni í Normandí, sem markaði upphaf endiloka síðari heimsstyrjaldarinnar. Von er á vélunum til Reykjavíkur að kvöldi mánudagsins 20. maí eða að morgni daginn eftir, allt eftir því hvernig viðrar á leiðinni.

Fjölmargir aðilar vinna nú að undirbúningi fyrir komu vélanna, eins og Isavia, ACE FBO Flugþjónustan á Reykjavíkurflugvelli, Þristavinafélagið, AOPA á Íslandi (Félag flugmanna og flugvélaeigenda) og Skeljungur, en flugvélarnar þurfa gríðarlegt magn af eldsneyti, eða um 2.000 lítra hver um sig. Nálgast eldsneytismagnið helminginn af því sem einkaflugvélar nota árlega á Reykjavíkurflugvelli.

Unnið er að því að finna vélunum stæði á flugvellinum á meðan þær stoppa hér. ACE FBO Flugþjónustan vinnur að því, í samráði við Isavia, og meðal svæða sem koma til greina er neyðarflugbrautin svonefnda, sem hefur verið aflögð. Er til skoðunar að hafa vélarnar til sýnis fyrir almenning.

Var til skoðunar að senda Pál Sveinsson héðan

Leiðangurinn nefnist D-Day Squadron og talsmaður hans, Moreno Aquiari, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að lokaundirbúningi ferðarinnar miðaði vel. Verður leiðangurinn kynntur sérstaklega á blaðamannafundi vestan hafs í dag. Auk vélanna 15 sem hingað koma munu aðrar 15 vélar frá Evrópu sameinast leiðangrinum fyrir flugið yfir Ermarsundið til Normandí. Að sögn Aquiari tóku fimm þessara véla, sem lenda í Reykjavík, þátt í innrásinni í Normandí 6. júní 1944.

Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins, man ekki til þess í seinni tíð að jafn margar vélar af þessari gerð hafi lent á Reykjavíkurflugvelli á einum degi.

Mun lending allra vélanna geta tekið 3-4 tíma því 10-15 mínútur líða á milli lendinga og svo þarf að taka tillit til annarrar flugumferðar á sama tíma. Tómas Dagur segir Þristavinafélagið hafa skoðað alvarlega þann möguleika að fljúga héðan á DC-3 vél félagsins, Páli Sveinssyni, til Normandí en ekki tókst að fjármagna þann leiðangur. Verið er að leggja lokahönd á að gera Pál kláran fyrir sumarið og stefnt að því að fljúga honum suður um helgina þannig að hann geti hitt systkini sín frá Bandaríkjunum eftir helgina. Páll hefur líkt og undanfarin ár verið í vetrardvala á Flugsafni Íslands á Akureyrarflugvelli.

800 DC-3 vélar tóku þátt í innrásinni fyrir 75 árum

Páll Sveinsson kom upphaflega til landsins í desember 1943 til flutninga fyrir bandaríska herinn á Keflavíkurflugvelli. Árið keypti 1946 keypti Flugfélag Íslands vélina til farþegaflugs og var notuð sem slík til fjölda ára, eða þar til Landgræðsla ríkisins fékk hana til afnota árið 1972 og var hún í landgræðsluflugi allt til ársins 2006. Þá fékk Þristavinafélagið Pál Sveinsson til varðveislu og hefur viðhaldið vélinni síðan.

Á D-deginum svonefnda fyrir 75 árum höfðu DC-vélar bandamanna mikilvægu hlutverki að gegna en um 800 flugvélar af gerðinni DC-3/C-47, stundum nefndar Dakotas eða Daks, flugu með um 24 þúsund fallhlífarhermenn yfir Normandí árla morguns 6. júní 1944. Sameinuðust þeir um 160 þúsund landgönguliðum til að ráðast gegn herliði Þjóðverja.

Vélarnar 15 leggja af stað frá Oxford á austurströnd Bandaríkjanna og fara sömu leið yfir N-Atlantshaf og farin var gjarnan á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar, leið sem nefndist á frummálinu Blue Spruce. Frá Oxford verður flogið til Goose Bay í Nýfundnalandi og gist eina nótt, þaðan til Narsarsuaq á Grænlandi, þá til Reykjavíkur, þar sem flotinn mun dvelja í tvo daga, og þaðan til Prestwick á vesturströnd Skotlands. Næst verður flogið á Duxford-flugvöll norður af Lundúnum en þar sameinast fleiri DC-vélar frá Englandi og meginlandi Evrópu dagana 1. og 2. júní áður en flotinn tekur lokaflugið yfir Ermarsundið til Normandí 5. júní.

Sjálf hátíðin í Normandí er frá 6.-9. júní nk. en margar vélanna munu einnig taka þátt í athöfn í Berlín í sumar í tilefni þess að 70 ár eru liðin frá lokum loftbrúarinnar til Berlínar, þegar Rússar lokuðu landleiðinni til Berlínar árin 1948-1949. En bandamenn hófu þá umfangsmikla loftflutninga með birgðir til borgarinnar, m.a. með DC-3 flugvélum.

Fréttin hefur verið uppfærð:

Í Morgunblaðinu í dag er talað um BIRK Flugþjónustuna sem einn þeirra aðila sem undirbúa komu vélanna til Reykjavíkurflugvallar. Það er eldra nafn og heitir fyrirtækið nú ACE FBO Flugþjónustan.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Margar athugasemdir við íbúðakjarna

18:25 Alls bár­ust um 60 at­huga­semd­ir vegna fyr­ir­hugaðrar bygg­ing­ar íbúðakjarna fyr­ir fatlað fólk í Haga­seli í Breiðholti. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar fer yfir allar athugasemdir sem bárust og verður þeim svarað með rökstuðningi. Meira »

Ísland hlaut viðurkenningu fyrir baráttu í jafnréttismálum

18:05 Ísland hlaut í dag viðurkenningu fyrir einarða baráttu fyrir jafnrétti á norrænu viðskiptaráðstefnunni Womenomics í Kaupmannahöfn. Þetta í fyrsta sinn sem land eða þjóð hlýtur slíka viðurkenningu. Meira »

„Þetta er einstakt tækifæri“

17:55 „Þetta er alveg einstakur viðburður,“ segir flugrekstrarstjórinn Stefán Smári Kristinsson. Nóg er um að vera hjá honum á Reykjavíkurflugvelli en milli klukkan 18 og 20 verða fimm svokallaðar þristavélar , DC-3- eða C-47-flug­vél­ar frá Banda­ríkj­un­um, til sýnis á flugvellinum. Meira »

Málshraði MDE skapar vanda

17:51 „Það er ekki galli í meðferð dómstóla á Íslandi að sjá ekki fyrir hvert Mannréttindadómstóllinn sé að fara þremur árum seinna,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í viðtali við mbl.is um frávísun á máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggja Jónssonar frá Hæstarétti. Meira »

Skólahald leggst niður í Grímsey

17:28 Skólahald verður lagt niður í Grímseyjaskóla næsta vetur. Þrír nemendur stunduðu nám við grunnskólann í vetur og tveir í leikskóla en ein fjölskylda er að flytja burt úr eyjunni og eftir verða sitt hvor nemandinn á leikskóla- og grunnskólaaldri. Meira »

Hæstiréttur tekur Spartakusarmálið fyrir

17:15 Hæstiréttur samþykkti í dag að taka fyrir mál blaðamannsins Atla Más Gylfasonar. Hann var fundinn sekur í Landsrétti um meiðyrði í garð Guðmundar Spartakusar Ómarssonar og til að greiða hon­um 1,2 millj­ón­ir króna í miska­bæt­ur. Meira »

Verkfærum stolið úr nýbyggingu

16:12 Brotist var inn í nýbyggingu í Dalbrekku 2-14 í Kópavogi nýlega, en lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrotið í gær. Meira »

Ráðist á starfsmann Krónunnar

16:09 „Mig langar að benda á að orðið negri er orð sem er aldrei í lagi að nota eða beita eða segja eða skrifa. Þetta er niðrandi orð, og ógeðslegt,“ skrifar Árdís Pétursdóttir í færslu á Facebook fyrir helgina. Ráðist var á eiginmann hennar, Destiny Mentor Nwaokoro, þar sem hann var við störf í Krónunni. Meira »

Hatrið hvílist ekki lengi

16:08 Hatari heldur í tónleikaferð á fimmtudag með viðkomu á fimm stöðum á landinu. Í samtali við mbl.is segir trommugimpið Einar Stef að það hafi komið sér mest á óvart hvursu fáir þátttakendur í Eurovision tjáðu sig um málefni Ísraels og Palestínu. Meira »

Tæpur stuðningur við samninga hjá RSÍ

15:48 Niðurstöður atkvæðagreiðslna um kjarasamninga hjá fimm félögum í samfloti iðnaðarmannafélaganna liggja fyrir. Athygli vekur að í Rafiðnaðarsambandi Íslands stóð mjög tæpt að samningurinn yrði samþykktur. Meira »

Þristar til sýnis í kvöld

15:39 Fimm svo­kallaðar þrista­vél­ar, DC-3- eða C-47-flug­vél­ar frá Banda­ríkj­un­um, verða til sýnis á Reykjavíkurflugvelli í kvöld milli klukkan 18 og 20. Hægt er að komast að vélunum á stæðinu norðan við Loftleiðahótelið (byggingu Icelandair) um hlið á girðingunni þar sem fánaborg er sjáanleg. Meira »

„Baráttan marklaus ef svona er liðið“

15:24 „Okkur hjá Landvernd var brugðið þegar við sáum fréttina og myndirnar frá urðunarstöðinni í Fíflholti á Mýrum,“ segir Tryggvi Felixson, formaður Landverndar, í samtali við mbl.is. Meira »

Umræða um orkupakkann aftur hafin

14:56 Önnur umræða um þriðja orkupakkann er aftur hafin á Alþingi. Þingmenn Miðflokksins hafa staðið í málþófi síðustu þingfundi, að sögn stuðningsmanna pakkans. Umræðan gæti staðið fram á kvöld og jafnvel nótt. Meira »

Á 164 km hraða og of seinn á hótelið

14:43 Tveir erlendir ferðamenn voru á ofsaakstri í Eldhrauni skammt frá Kirkjubæjarklaustri í gær. Annar var að 164 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Lögreglan á Suðurlandi svipti hann ökuréttindum á staðnum. Meira »

Björn fór „ósæmilegum orðum“ um Ásmund

14:37 „Nú er rökstuddur grunur um það að Ásmundur Friðriksson hafi dregið að sér fé, almannafé,“ sagði Björn Leví Gunnarsson í ræðu á þingi í dag. Fyrir nákvæmlega sömu orð var Þórhildur Sunna Ævarsdóttir dæmd brotleg af siðanefnd. Meira »

Synjaði 50 Bangladessum um skólavist

13:54 Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði í gær að Útlendingastofnun hafi ekki verið heimilt að banna 50 manns frá Bangladess að koma til landsins til að stunda nám við Háskólann á Bifröst. Fólkið hafði ætlað að hefja nám við skólann, en Útlendingastofnun hafnaði öllum umsóknunum á grundvelli þjóðernis. Meira »

„Þetta eru bara góðar umræður“

13:15 Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, vísar því á bug að um málþóf sé að ræða á Alþingi um þessar mundir. Hann tók sjö sinnum til máls í gær og Inga Sæland samflokkskona hans 5 sinnum. Meira »

Umsóknum um kennaranám fjölgar um 30%

13:04 Umsóknum um framhaldsnám til kennsluréttinda í leik- og grunnskólakennaranámi við Háskóla Íslands hefur fjölgað um 30% miðað við meðaltal síðustu fimm ára samkvæmt upplýsingum frá menntavísindasviði Háskóla Íslands. Meira »

„Bersýnilega málþóf“

12:32 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og 6. varaforseti Alþingis, og Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telja Miðflokk og Flokk fólksins vera farna að þæfa umræðuna um þriðja orkupakkann í þinginu. Stutt er eftir af þessu þingi. Meira »
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...
fjóir eldhús- stálstólar
fjórir stáleldhússtólar nýlegir á 25,0000 allir sími 869-2798...