Bjarni Ármanns á tindi Everest

Everest.
Everest. AFP

Bjarni Ármannsson er kominn í hóp þeirra Íslendinga sem hafa náð á topp hæsta fjalls heims, Everest, en hann náði því takmarki í morgun. Hann náði því afreki snemma í morgun og er lagður af stað niður að nýju. Mbl.is telst til að Bjarni sé áttundi Íslendingurinn sem toppar Everest. 

Bjarni Ármannsson.
Bjarni Ármannsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

21. maí 1997 urðu fjall­göngukapp­arn­ir Björn Ólafs­son, Ein­ar K. Stef­áns­son og Hall­grím­ur Magnús­son fyrstu Íslendingarnir til þess að ná á tind Everest. 

Har­ald­ur Örn Ólafs­son gekk næst­ur Íslend­inga á þetta hæsta fjall heims og stóð á tindi Ev­erest 16. maí 2002. Tveir Íslend­ing­ar gengu á Ev­erest vorið 2013. Ingólf­ur Geir Giss­ur­ar­son náði tind­in­um 21. maí. Hann stóð þá á fimm­tugu og var elsti Íslend­ing­ur­inn og eini ís­lenski af­inn sem hafði gengið á hæsta fjall heims.

Leif­ur Örn Svavars­son náði tindi Ev­erest 23. maí 2013. Hann er eini Íslend­ing­ur­inn sem hef­ur farið norður­leiðina á Ev­erest, en hún er tækni­lega erfiðari en suður­leiðin. Vilborg Arna Giss­ur­ar­dótt­ir komst síðan á topp Ev­erest-fjalls 21. maí 2017 og varð þar með sjö­undi Íslend­ing­ur­inn til þess að ná því afreki. 

Sjá nánar hér

Besti tími ársins til þess að klífa Everest er maí og sést vel á Facebook-síðu fjallsins að það er þröng á þingi þessi dægrin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert