Snjókoma í kortunum um helgina

Það gæti snjóað um helgina á landsmenn og gesti þeirra.
Það gæti snjóað um helgina á landsmenn og gesti þeirra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Útlit er fyrir norðanátt og slyddu, jafnvel snjókomu um norðaustanvert landið eftir helgi, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur heldur úti síðunni blika.is og vekur þar athygli á því að það geti gerst að hánorrænt heimskautaloft berist hingað snemma sumars.

Sú staða blasi nú við og frá því fyrir helgi hafi Evrópska reiknimiðstöðin gert ráð fyrir því með um 60-70% líkum að mjög kaldur kjarni berist hingað á sunnudag eða mánudag frá ströndum Austur-Síberíu. Gangi þetta eftir verði sólarhringshitinn á Akureyri um frostmark á laugardag og eins til þriggja stiga frost á mánudag og þriðjudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert