Spara einn milljarð með bólusetningum

Almenn bólusetning hjá börnum á Íslandi gegn pneumókokkum hefur sparað íslensku samfélagi einn milljarð króna á fyrstu fimm árunum eftir að almennt var farið að bólusetja við bakteríunum. 

Almenn bólusetning hjá börnum gegn pneumókokkum hófst hér á landi 2011. Pneumókokkabakteríur geta valdið margvíslegum sýkingum eins og miðeyrnabólgu, kinnholubólgu, lungnabólgu og alvarlegum ífarandi sýkingum eins og blóðsýkingum og heilahimnubólgu. Þetta kemur fram í frétt á vef embættis landlæknis í gær. 

Í nýlegri doktorsgrein Elíasar Eyþórssonar (júní 2019) var sýnt fram á að bólusetningin hefði minnkað sýklalyfjanotkun hjá börnum um tæplega 6%, fækkað innlögnum barna á sjúkrahús vegna lungnabólgu um 20% og fækkað miðeyrnabólgum og alvarlegum ífarandi sýkingum hjá börnum marktækt. Kostnaðar-hagkvæmnisútreikningar fyrstu fimm árin eftir innleiðingu bóluefnisins sýndu sparnað fyrir íslenskt samfélag upp á tæplega 1 milljarð króna á verðlagi ársins 2015 (7.463.176 dollarar).

„Þessar niðurstöður sýna glöggt að bólusetningar eru ekki einungis áhrifaríkar til að koma í veg fyrir alvarlegar sýkingar heldur einnig eru þær afskaplega kostnaðarhagkvæmar,“ segir á vef embættis landlæknis.

Umfjöllun um doktorsverkefni Elíasar

Pneumókokkar (Streptococcus pneumoniae) eru bakteríur sem geta valdið alvarlegum og lífshættulegum sjúkdómum einkum hjá ungum börnum og fullorðnum einstaklingum yfir 60 ára. Bakterían finnst í slímhúðum í nefi og hálsi hjá frískum einstaklingum í öllum aldurshópum einkum ungum börnum án þess að valda sjúkdómseinkennum. Bakteríurnar geta tekið sig upp, dreift sér um líkamann og valdið sjúkdómum.

Algengustu sýkingar af völdum pneumókokka eru bráðar og þrálátar miðeyrnabólgur, kinnholusýkingar og lungnabólgur hjá ungum börnum. Hættulegustu sýkingarnar eru heilahimnubólga og blóðsýkingar sem geta komið fram sem aðskildir sjúkdómar eða samhliða og kallast þá ífarandi sýkingar. Í dag eru pneumókokkar algengasta orsök heilahimnubólgu af völdum baktería, segir meðal annars á vef embættis landlæknis.

Dánartíðni af völdum þessara sjúkdóma er um 10% hér á landi

Sjúkdómar af völdum pneumókokka hafa verið viðvarandi heilsufarsvandamál hér á landi. Svo virðist sem tíðni alvarlegra sýkinga af völdum þessara baktería sé hærri hér á landi en í mörgum nálægum löndum. Ífarandi pneumókokkasýkingar hafa verið nokkuð stöðugar sl. 10 ár en að jafnaði greinast um 50 einstaklingar á ári með alvarlega sýkingu, þar af eru um 10 börn undir 5 ára aldri og síðan eru það einkum fullorðnir einstaklingar sem komnir eru yfir sextugt sem sýkjast. Ífarandi sýkingar eru sjaldgæfar meðal barna og fullorðinna í öðrum aldurshópum. Eftir að almenn bólusetning gegn pneumókokkum var tekin inn í barnabólusetningar á árinu 2011 hefur ífarandi sýkingum hjá börnum fækkað. Dánartíðni af völdum þessara sjúkdóma er um 10% hér á landi.

Alls var tilkynnt um 31 smit af völdum pneumókokka í fyrra á Íslandi. Sýkingar af völdum pneumókokka koma oft í kjölfar kvefpesta eða flensu og líkjast einkennin því oft sýkingum af völdum annarra baktería eða veira.

Algengar sýkingar af völdum pneumókokka eru sýkingar í miðeyra, bólgur í kinnholum, í slímhúðum augna og lungnabólga. Einkenni heilahimnubólgu eða blóðsýkingar geta komið mjög snöggt með háum hita, hnakkastífleika, óróleika og sljóleika, í kjölfarið geta komið fram krampar, minnkuð meðvitund og lost. Þetta skal alltaf hafa í huga hjá börnum undir 3 ára aldri með óútskýrðan hita og áberandi veikindi.

mbl.is

Innlent »

Lilja setur Menntaskólann á Ásbrú í fyrsta sinn

12:13 Fyrsta skólasetning Menntaskólans á Ásbrú fór fram í aðalbyggingu Keilis í gær að viðstaddri Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Rúmlega fjörtíu nemendur hefja námið á haustönn, en um eitt hundrað sóttu um og komust því færri að en vildu. Meira »

„Bergið greinilega óstöðugt“

12:10 „Við erum bara búin að loka austasta hluta Reynisfjöru eins og hægt er með lögregluborða. Fólk virðist – allavega enn sem komið er – virða það,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. Hann er nú í Reynisfjöru þar sem féll skriða úr Reynisfjalli í nótt. Meira »

Bernhard innkallar 1.078 bíla

11:52 Bernhard hefur innkallað 1.078 Honda-bifreiðar af árgerðunum 2001 til 2012. Um er að ræða bíla af gerðunum Accord, Jazz, Civic, Steam og CR-V.k. Ástæða innköllunarinnar er að loftpúðar bifreiðanna gætu verið gallaðir. Meira »

Upphafið að einhverju mikilvægu

11:50 „Þetta er ótrúlega mikilvægt,“ segir bankastjóri Íslandsbanka um fund í morgun, þar sem samtök fjórtán norrænna stórfyrirtækja og þjóðarleiðtogar Norðurlandanna undirrituðu sameiginleg markmið um sjálfbærni og jafnrétti. Meira »

Innbrot í fyrirtæki í Vesturbæ og Kópavogi

11:39 Morguninn var með rólegra móti hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla þurfti þó að sinna útkalli klukkan níu í morgun vegna innbrots í fyrirtæki í vesturhluta borgarinnar. Þá barst einnig tilkynning um innbrot í fyrirtæki í Kópavoginum. Meira »

Ók upp á fólksbíl á Granda

11:11 Sérkennilegt umferðaróhapp varð á Grandagarði í morgun þegar kona ók bíl sínum upp á annan fólksbíl. Tvær konur voru í bílnum, asískir ferðamenn, og samkvæmt heimildum mbl.is höfðu þær nýverið tekið bílinn á leigu. Meira »

„Þetta á allt eftir að hrynja“

11:10 „Það eru miklar viðvaranir þarna niður frá vegna brim- og hrunhættu. Það er alltaf þarna eitthvað hrynjandi. Ég hef nú meira að segja lent í því sjálfur að hrunið hafi á mig þegar ég var í lunda,“ segir íbúi í Görðum við Reynisfjöru. Lög­regl­a lokaði í gær aust­asta hluta ­fjörunnar. Meira »

„Staðreynd: Við erum sterkari sameinuð“

10:38 „Staðreynd: Við erum sterkari sameinuð!“ Þetta sagði Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar þegar loftslagssáttmáli sex Norðurlandaþjóða var undirritaður í Hörpu í morgun. Meira »

Má vænta vaxtalækkana

10:04 Ásgeir Jónsson hefur tekið við embætti seðlabankastjóra. Hann mætti til vinnu á skrifstofur Seðlabankans klukkan 9:04 í morgun. Ásgeir segir að vaxtalækkanir geti hæglega verið í kortunum. Meira »

43 sagt upp hjá Íslandspósti

09:53 43 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Íslandspósti. Alls fækkar stöðugildum hjá fyrirtækinu um 80 á árinu 2019. Vinnumálastofnun og hlutaðeigandi stéttarfélögum hefur verið gert viðvart um hópuppsögnina. Meira »

Stór skriða féll úr Reynisfjalli

08:22 Mjög stór skriða féll úr fjallinu fyrir ofan Reynisfjöru í Mýrdal í nótt og er sjórinn brúnlitur á því svæði þar sem skriðan féll. Lögreglan á Suðurlandi ítrekar að austasti hluti Reynisfjöru er lokaður almenningi. Meira »

Hvítur, hvítur dagur í forval evrópsku kvikmyndaverðlaunanna

08:20 Hvít­ur, hvít­ur dag­ur, nýj­asta kvik­mynd leik­stjór­ans og hand­rits­höf­und­ar­ins Hlyns Pálma­son­ar, er ein þeirra 46 kvikmynda sem eru tilnefndar til evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár. Tilkynnt var um þetta í morgun. Meira »

Fast gjald 324% hærra en notkunin

08:18 Rafmagn til að kveikja á sex ljósaperum í rúmlega 20 fm sameiginlegu geymsluhúsnæði kostar eigendur fjögurra húsa sem tengjast saman samtals 40 kr. á ári eða 10 kr. á eign. Til viðbótar greiða eigendur sameiginlega 12.976 kr. í mælagjald á ári. Meira »

Færri komust að en vildu

08:08 Alls hófu 44 nemendur nám við nýja námsbraut Menntaskólans á Ásbrú í tölvuleikjagerð í gær. Komust færri að en vildu.  Meira »

Ömurlegasta sumar í áratugi

07:57 Veðrið hefur ekki leikið við íbúa Langaness og annarra svæða norðausturhornsins í sumar. Veðrið hefur verið í algerri andstöðu við veðurblíðuna á Suður- og Vesturlandi. Meira »

Framtíð jökla ógnað

07:37 Líklega voru litlir sem engir jöklar hér á landi snemma á yfirstandandi hlýskeiði, fyrir um 5.000-8.000 árum. Svo uxu jöklarnir fram þegar kólnaði og hafa verið mjög breytilegir að stærð síðan land byggðist, að sögn Tómasar Jóhannessonar, fagstjóra á sviði jöklafræði hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Rok og rigning á morgun

06:56 Víðáttumikil lægð með allhvössum vindi fer fram hjá landinu aðra nótt og á morgun. Búast má við vindi allt að 20 m/s með suðurströndinni og dálítilli úrkomu á Suðaustur- og Austurlandi með. Meira »

Tjónvaldur 17 ára og í vímu

06:50 Sautján ára ökumaður sem var undir áhrifum fíkniefna er talinn bera ábyrgð á árekstri tveggja bifreiða á Dalvegi í Kópavogi um kvöldmatarleytið í gær. Ung stúlka sem ekki er komin með bílpróf ók bifreið út af á Heiðmerkurvegi síðdegis í gær. Meira »

Ógnað með eggvopni

06:32 Leigubílstjóra var ógnað með eggvopni og hótað að stinga hann með sprautunál í nótt af pari sem neitaði að greiða bílstjóranum fyrir akstur í Árbæinn. Hann tilkynnir um greiðslusvik og hótanir. Hafði ekið pari að ákveðnu húsi og er hann krafði manninn um greiðslu ógnaði maðurinn honum með eggvopni og konan hótað að stinga hann með nál. Málið er í rannsókn.   Meira »
Sumarhús- Gestahús - Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveituskeljar. Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220, ...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...