Bogi og Halldóra sæmd fálkaorðunni

Þeir sextán sem voru sæmdir fálkaorðu í dag ásamt forsetahjónunum.
Þeir sextán sem voru sæmdir fálkaorðu í dag ásamt forsetahjónunum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sæmdi í dag sextán Íslendinga hinni íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.

Þeir sextán Íslendingar sem voru sæmdir fálkaorðu eru eftirfarandi:

Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir ljósmóðir og hjúkrunarstjóri, Kirkjubæjarklaustri, riddarakross fyrir framlag til heilbrigðis- og björgunarstarfa í heimabyggð.

Bára Grímsdóttir tónskáld og formaður Kvæðamannafélagsins Iðunnar, Reykjavík, riddarakross fyrir varðveislu og endurnýjun á íslenskum tónlistararfi.

Bogi Ágústsson fréttamaður og formaður Norræna félagsins, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi fjölmiðlunar og norrænnar samvinnu.

Bogi Ágústsson fréttamaður.
Bogi Ágústsson fréttamaður. Ljósmynd/RÚV

Guðrún Ögmundsdóttir félagsráðgjafi og fyrrverandi þingkona, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag í þágu mannúðar og jafnréttisbaráttu hinsegin fólks.

Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar leiklistar.

Halldóra Geirharðsdóttir leikkona.
Halldóra Geirharðsdóttir leikkona. mbl.is/Árni Sæberg

Helgi Árnason skólastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi skóla og skáklistar ungmenna.

Helgi Árnason skólastjóri Rimaskóla.
Helgi Árnason skólastjóri Rimaskóla. mbl.is/Sigurður Bogi

Hildur Kristjánsdóttir ljósmóðir og dósent við Háskóla Íslands, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu ljósmæðra og skjólstæðinga þeirra.

Hjálmar Waag Árnason fyrrverandi skólameistari, þingmaður og framkvæmdastjóri Keilis, Reykjanesbæ, riddarakross fyrir forystu á vettvangi skólastarfs og menntunar.

Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi íslenskar tónlistar.

Jakob Frímann Magnússon.
Jakob Frímann Magnússon. mbl.is/Arnþór Birkisson

Dr. Janus Guðlaugsson íþrótta- og heilsufræðingur, Álftanesi, riddarakross fyrir framlag til eflingar heilbrigðis og íþrótta eldri borgara.

Jóhanna Erla Pálmadóttir verkefnastjóri og fyrrverandi framkvæmdastjóri Textílseturs Íslands, Blönduósi, riddarakross fyrir störf í þágu safna og menningar í heimabyggð.

Jón Ólafsson fyrrverandi prófessor, Kópavogi, riddarakross fyrir rannsóknir, fræðistörf og kennslu á sviði haffræði.

Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi, Reykjavík, riddarakross fyrir nýjungar í stjórnun og mannauðsmálum hjá hinu opinbera.

Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi.
Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tatjana Latinovic deildarstjóri, formaður Kvenréttindafélags Íslands og formaður Innflytjendaráðs, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til atvinnulífs, jafnréttis og málefna innflytjenda.

Þórður Guðlaugsson vélstjóri, Kópavogi, riddarakross fyrir lífsstarf á vettvangi sjávarútvegs og björgunarafrek í mannskaðaveðri.

Þórunn Jarla Valdimarsdóttir sagnfræðingur og rithöfundur, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til sagnfræða og íslenskra bókmennta.

Rithöfundurinn Þórunn Jarla Valdimarsdóttir.
Rithöfundurinn Þórunn Jarla Valdimarsdóttir. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is

Bloggað um fréttina