Sea Shepherd komnir til Reykjavíkurhafnar

Skip Sea Shepherd, MV Brigitte Bardot, sést hér í fjarska …
Skip Sea Shepherd, MV Brigitte Bardot, sést hér í fjarska en í forgrunni er Hvalur 9 í Reykjavíkurhöfn mbl.is/​Hari

Liðsmenn Sea Shepherd, samtaka aðgerðasinna sem m.a. berjast fyrir verndun hvala, eru komnir hingað til lands. Skip þeirra, MV Brigitte Bardot, lagðist að bryggju í Reykjavíkurhöfn í fyrradag, skammt frá hvalveiðiskipum Hvals hf.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslu Íslands tilkynnti skipið um komu sína með fyrirvara og er búist við að aðgerðasinnar verði hér á landi næstu vikurnar.

„Þeir komu löglega inn og tilkynntu sig. Við teljum okkur vita allt um þeirra fyrirætlanir,“ segir Auðunn F. Kristinsson, verkefnisstjóri á aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar.

Hjá Sea Shepherd fengust þær upplýsingar að MV Brigitte Bardot væri hingað komið til að trufla hrefnuveiðar Íslendinga þetta sumarið og að áhöfnin fylgist náið með stöðu mála. Þá segjast þeir einnig hafa fylgst með stöðu Hvals hf. „Engir hvalir hafa verið drepnir hingað til,“ segir í tilkynningu sem samtökin birtu á netinu eftir komu þeirra hingað til lands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »