Drakk áfengi í strætó

Kvartað var undan manni sem svaf ölvunarsvefni við starfsmannainngang fyrirtækis.
Kvartað var undan manni sem svaf ölvunarsvefni við starfsmannainngang fyrirtækis. mbl.is/Kristinn Magnússon

Strætóbílstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu á tólfta tímanum í gærkvöldi vegna ölvaðs manns sem drakk áfengi í vagninum og neitaði að yfirgefa vagninn. Lögreglan ók manninum heim til sín.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem sinnti alls 60 málum frá kl. 17 í gær og til kl. 5 í morgun.

Kvartað var undan manni sem svaf ölvunarsvefni við starfsmannainngang fyrirtækis í Hlíðunum á sjötta tímanum í gær. Sá var vakinn og honum vísað í burtu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert