Nýi Sólvangur opnaður í Hafnarfirði

Klippt á borðana við opnun Sólvangs, nýs hjúkrunarheimilis í Hafnarfirði.
Klippt á borðana við opnun Sólvangs, nýs hjúkrunarheimilis í Hafnarfirði. mbl.is/​Hari

Nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili sem leysir af hólmi gamla Sólvang í Hafnarfirði var formlega opnað við athöfn nú fyrr í dag. Fyrstu íbúarnir munu flytja inn í byrjun ágúst en gamli Sólvangur mun áfram gegna hlutverki í þágu aldraðra.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.

„Þetta er stór dagur fyrir Hafnfirðinga og nærsveitunga og gleðidagur fyrir okkur öll sem brennum fyrir bættri þjónustu og aðbúnaði fyrir aldraða“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra við opnun heimilisins í dag.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var glöð í bragði í sólinni í ...
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var glöð í bragði í sólinni í Hafnarfirði í dag. mbl.is/​Hari

Nýi Sólvangur var byggður eftir svokallaðri leiguleið sem fól í sér að Hafnarfjarðarbær annaðist framkvæmdina að öllu leyti. Fjármögnun framkvæmdanna byggist á samningi milli ríkisins og bæjarfélagsins um greiðslur til fjörutíu ára.

Hlutdeild ríkisins svarar til 85% af heildarkostnaði á móti 15% hlutdeildar sveitarfélagins.

Sóltún öldrunarþjónusta ehf. mun annast rekstur nýja hjúkrunarheimilisins í samræmi við niðurstöðu útboðs Sjúkratrygginga Íslands.

Sólin skein skært á viðstadda.
Sólin skein skært á viðstadda. mbl.is/​Hari

Hjúkrunarrýmum fjölgar um 34

Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði óskuðu á síðasta ári eftir heimild heilbrigðisráðherra til að nýta húsnæði gamla Sólvangs undir 33 hjúkrunarrými til viðbótar þeim 60 sem verða í nýju byggingunni. Heilbrigðisráðherra veitti þá heimild þar sem erindið féll vel að áformum stjórnvalda um stórfellda uppbyggingu hjúkrunarrýma til ársins 2023.

„Við höfum um nokkurra ára skeið lagt á það áherslu að heildræn þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara í Hafnarfirði byggist upp á Sólvangssvæðinu,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar í tilkynningu og bætir við:

„Dagurinn í dag markar tímamót í þeirri framtíðarsýn. Dagdvöl aldraðra er nú starfandi á neðstu hæð gamla Sólvangs og húsnæðið er einnig tilvalið fyrir sjúkraþjálfun, félagsstarf eldri borgara og mötuneyti svo fátt eitt sé nefnt. Gamli Sólvangur mun áfram verða nýttur í þágu eldri borgara og áður en langt um líður verður ráðist í endurbætur á húsnæðinu. Það er mjög ánægjulegt að sjá áformin um öldrunarmiðstöð á þessu fallega svæði verða að veruleika og að Sólvangur hýsi til framtíðar ýmis konar faglega þjónustu og þjálfun við eldri borgara.“

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar. mbl.is/​Hari

Fjölgun sérhæfðra dagdvalarrýma

Þá hefur heilbrigðisráðherra veitt Hafnarfjarðarbæ rekstrarheimild fyrir tólf nýjum dagdvalarrýmum fyrir fólk með heilabilun. Sveitarfélagið mun útvega húsnæði fyrir reksturinn og ábyrgjast að þjónusta við notendur verði veitt á faglegum grunni í samræmi við þarfir fólks með alzheimer og aðra minnissjúkdóma. Leitað verður til Alzheimersamtakanna um að verða faglegur bakhjarl þjónustunnar.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist afar ánægð með að hafa getað orðið við ósk bæjarfélagsins um að auka þessa mikilvægu þjónustu, því þörfin sé brýn:

„Bætt heilbrigðisþjónusta við aldraða samhliða stórsókn í fjölgun hjúkrunar- og dagdvalarrýma er áherslumál sem ég hef sett í sérstakan forgang. Vinna við stefnumótun í málefnum fólks með heilabilun er komin vel á veg og það er alveg ljóst að fjölgun sérhæfðra dagdvalarrýma fyrir fólk með alzheimer og aðra minnissjúkdóma felur í sér mikla bót fyrir þennan sjúklingahóp og aðstandendur þeirra.“

Það var vel mætt á athöfnina fyrr í dag enda ...
Það var vel mætt á athöfnina fyrr í dag enda tilefni til. mbl.is/​Hari

Í Hafnarfirði hefur verið rekin sértæk dagdvöl fyrir fólk með heilabilun frá árinu 2006 í Drafnarhúsi þar sem aðstaða er fyrir 22 einstaklinga. Bærinn hefur lagt til húsnæði en Alzheimersamtökin hafa séð um reksturinn. Með heimild ráðherra verða sérhæfð dagdvalarrými fyrir heilabilaða samtals 34 í Hafnarfjarðarbæ.

Drög að stefnu í málefnum einstaklinga með heilabilun voru birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda 24. júní síðastliðinn og rennur umsagnarfrestur út 1. september næstkomandi.

Allt var að sjálfsögðu fest á filmu.
Allt var að sjálfsögðu fest á filmu. mbl.is/​Hari
mbl.is

Innlent »

Taka með sér sápukúlur í hlaupið

Í gær, 22:10 Fjöldi þeirra sem tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun mun hlaupa til styrktar góðum málefnum. Í þeim hópi verður tæplega 80 manna hópur klæddur gulum bolum sem mun hlaupa til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna í minningu Kristínar Halldórsdóttur, sem var tveggja ára er hún lést. Meira »

Ekki skortur á kjúklingakjöti

Í gær, 22:00 „Aðalatriðið er að fara í aðgerðir sem útiloka að þetta breiðist út og verði landlægt. Við erum í góðu samstarfi við MAST í þeim aðgerðum,“ segir Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastóri Reykjagarðs. Meira »

Bíll alelda við lögreglustöðina

Í gær, 21:28 Bíll er alelda á bílastæði við lögreglustöðina við Hverfisgötu í Reykjavík. Slökkviliðið er að störfum að ráða niðurlögum eldsins. Ekki er talin hætta á að eldur berist í nærliggjandi hús. Meira »

Samkomulag náðst og dómsmál fellt niður

Í gær, 20:50 Samkomulag hefur náðst milli VR, Lífeyrissjóða verzlunarmanna og fráfarandi stjórnarmenn lífeyrissjóðsins sem tilnefndir voru af VR. Dómsmál sem rekið hefur verið vegna tilnefningar í stjórnina verður fellt niður. Meira »

1.000 bombur á 7 mínútum

Í gær, 20:15 Undanfarna viku hefur hópur sjálfboðaliða undirbúið flugeldasýninguna sem verður annað kvöld á Menningarnótt. Þá munu um 1.000 bombur springa á 7 mínútum en Hjálparsveit skáta sér um sýninguna sem fyrr og er hún hönnuð að öllu leyti af meðlimum sveitarinnar. mbl.is kíkti á undirbúninginn. Meira »

12 milljörðum ríkari

Í gær, 19:48 Heppinn miðaeigandi er rúmlega 12 milljörðum króna ríkari eftir að tölurnar í Eurojackpot lágu fyrir í kvöld. Að þessu sinni var það Finni sem hlaut fyrsta vinninginn. Meira »

Kæra niðurfellingu kynferðisbrotamála

Í gær, 19:47 Stígamót eru um þessar mundir að safna saman málum kvenna sem eiga það sameiginlegt að dómstólar og saksóknarar hér á landi hafa felld kynferðisbrotamál þeirra niður. Málin hyggjast Stígamót svo kæra til Mannréttindadómstóls Evrópu. Meira »

Fólk elskaði að hata skúrkinn

Í gær, 19:30 „Ég ætla að tala um allt í kringum þessa þætti sem mér finnst merkilegt, til dæmis hversu karllægir þættirnir eru, enda skrifaðir af körlum og framleiddir af körlum. Hreyfiaflið er karlarnir,“ segir Karl Ferdinand Thorarensen, sem ætlar að vera með örnámskeið í september um sjónvarpsþættina Dallas. Meira »

Tefldi fjöltefli við 60 nemendur

Í gær, 18:49 Polar Pelagic-hátíð Hróksins í Tasiilaq, höfuðstað Austur-Grænlands, lauk í gærkvöldi, fimmtudaginn 22. ágúst, þegar Máni Hrafnsson tefldi fjöltefli við 60 nemendur grunnskólans í bænum. Meira »

„Mikið áfall fyrir greinina“

Í gær, 18:20 „Þetta er mikið áfall fyrir greinina,“ segir Birgitte Brugger, dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun, um tvo veirusjúkdóma sem greindust í fyrsta skipti hér á landi í kjúklingum á Rangárbúinu á Hólavöllum í Landsveit í lok júlí. Búið er í einangrun. Meira »

500 kílómetra upphitun fyrir maraþon

Í gær, 18:00 Einar Hansberg Árnason lauk í dag hringferð um landið, þar sem markmiðið er að vekja athygli á þeim fjölda barna sem verða fyrir ofbeldi ár hvert. Einar hefur lagt að baki um 500 kílómetra, til skiptis á hjóli, róðravél og skíðatæki. Á morgun hleypur hann sitt fyrsta maraþon. Meira »

49 íbúar hafa samþykkt tilboð FEB

Í gær, 17:33 49 núverandi og verðandi íbúar í Árskógum hafa nú lýst því yfir að þeir samþykki tilboð Félags eldri borgara í Reykjavík um hækkun á íbúðaverði. Hafa 45 þeirra þegar skrifað undir skilmálabreytingu þessa efnis og fjórir til viðbótar að gera sér ferð til borgarinnar á næstunni til að skrifa undir. Meira »

Katrín reiðubúin að funda með Pence

Í gær, 17:07 Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra Ís­lands, hefur lýst sig reiðubúna til að funda með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna að lokinni Svíþjóðarferð sinni, geti varaforsetinn framlengt Íslandsdvöl sína. Meira »

Þrengja verulega að rekstri Landspítala

Í gær, 16:33 Fjárhagsstaða Landspítala er „alvarleg“ og hefur þegar verið gripið til aðgerða vegna hennar, segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, í forstjórapistli. Þar segir hann þörf á að „þrengja verulega í rekstrinum. Það er engum gleðiefni að halda enn af stað í slíkar aðhaldsaðgerðir“ Meira »

Lífsgæði aukast með styttri vinnuviku

Í gær, 16:00 Lífsgæði jukust í kjölfar styttingu vinnuvikunnar og starfsfólki leið betur bæði beima og í vinnu, 12 mánuðum eftir að henni var hrint í framkvæmd. Þetta eru niðurstöður rannsóknar félagsmálaráðuneytisins á tilraunaverkefni um styttingu vinnutíma hjá ríkinu. Skýrsla um efnið var gefin út í dag. Meira »

Nálgast tvö þúsund tonn af makríl

Í gær, 15:55 Alls hafa færabátar veitt um 1.886 tonn af makríl það sem af er liðið vertíðinni á þessu sumri. Á sama tíma á síðasta ári hafði 2.021 tonni verið landað, en það er þrátt fyrir að veiðarn í ár hafi hafist töluvert fyrr í ár en í fyrra. Meira »

Gert lítið úr þátttöku Katrínar

Í gær, 15:25 Orðræða sumra í fjölmiðlum síðustu daga vegna ákvörðunar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra að vera ekki viðstödd heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, í byrjun næsta mánaðar „segir sitt um viðhorf og firringu þeirra sem henni hafa haldið á lofti,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. Meira »

Veirusjúkdómar greinast í kjúklingum

Í gær, 15:13 Tveir veirusjúkdómar hafa greinst í kjúklingum á Rangárbúinu á Hólavöllum í Landssveit. Búið er í einangrun með það að markmiði að útrýma sjúkdómunum áður en þeir ná fótfestu hérlendis. Meira »

„Framganga Ragnars með ólíkindum“

Í gær, 15:09 „Ég hef ekki framið neitt lögbrot það er alveg á hreinu,“ eru fyrstu viðbrögð Guðrúnar Hafsteinsdóttur, varaformanns Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, er hún er innt álits á ásökunum formanns VR um að hún hafi brotið lög. Meira »
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi, ra...
4949 skart hálfesti og armband
Útskriftargjöf, Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu h...
Eldhússtólar
Til sölu 6 stk eldhússtólar, hvítir á stálfótum. Vel útlítandi. Verð kr 2500 st...
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra, (Kerruvagn). Vel með farinn. Tilboð óskast...Sí...