Öryggi ábótavant í kirkjum landsins

Í mörgum kirkjum eru verðmætir gripir sem freistað geta óhlutvandra.
Í mörgum kirkjum eru verðmætir gripir sem freistað geta óhlutvandra. mbl.is/Gísli Sigurðsson

Öryggi kirkna og kirkjugripa á Íslandi er ábótavant að mati Þórs Magnússonar þjóðminjavarðar. Hann segir hættu á að óhlutvant fólk ásælist og taki gripi úr kirkjum, enda hafi það gerst.

Forráðamenn kirkna landsins verði að vera á varðbergi gagnvart þessu. Telur hann koma til greina að söfn taki að sér varðveislu dýrmætra kirkjugripa sem sumir eru nú geymdir við ótryggar aðstæður.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að kirkjur hér á landi eru á fjórða hundrað og eru sóknir skráðir eigendur þeirra. Enginn hefur yfirsýn yfir hvernig öryggismálum þeirra er háttað í heild. Víðast hvar eru hvorki þjófavarnir né brunavarnir fyrir hendi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert