Annar göngumaðurinn með kviðverki

Á höfn Gísla Jóns var fyrst á staðinn. Verið er …
Á höfn Gísla Jóns var fyrst á staðinn. Verið er að meta ástand þess sem er með kviðverkina. Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg

Verið er að kanna hvort ástæða sé til þess að kalla út þyrlu til þess að sækja einn þeirra tveggja göngumanna sem sendu frá sér neyðarboð í Fljótavík á Vestfjörðum í morgun, segir Halldór Óli Hjálmarsson, aðgerðarstjóri björgunarsveitar á Ísafirði, í samtali við mbl.is.

Áhöfn björgunarskipsins Gísla Jóns er komin að göngumönnunum og er verið að skoða einn þeirra sem er með kvikverki, en ekki er vitað enn hvað veldur verkjunum. Ef talið er að hann þurfi brýna læknisaðstoð verður óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Mennirnir, sem eru erlendir ferðamenn, sendu frá sér neyðarboð upp úr klukkan níu í morgun. Varðskip gæslunnar sem var í Bolungarvík var sent af stað ásamt björgunarskipinu Gísla Jóns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka