Flugslys á Haukadalsflugvelli

Rannsókn er nú í gangi á tildrögum flugslyssins.
Rannsókn er nú í gangi á tildrögum flugslyssins. mbl.is/​Hari

Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna slyss við rætur Heklu á þriðja tímanum, þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við mbl.is. Lögreglan á Suðurlandi hefur tilkynnt á facebooksíðu sinni að um flugslys sé að ræða.

Tilkynning barst rétt fyrir hálfþrjú um að flugvél hefði hlekkst á í flugtaki á Haukadalsflugvelli á Rangárvöllum. Viðbragðsaðilar eru komnir á staðinn og var flugmaðurinn einn í flugvélinni.

Þetta er í annað sinn sem flugslys verður á flugvellinum á skömmum tíma.

Þyrla var send af stað vegna slyssins en var snúið við þar sem ekki var talin þörf á henni, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Þyrlan er nú á leið til Fljótavíkur á Vestfjörðum til þess að sækja göngumann með kviðverki.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Haukadalsflugvöllur
Haukadalsflugvöllur Kort/Map.is
Flugslys varð á Haukadalsflugvelli við rætur Heklu.
Flugslys varð á Haukadalsflugvelli við rætur Heklu. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert