Húsbrot og brot gegn vopnalögum

mbl.is/Eggert

Karlmaður var handtekinn í Breiðholti í Reykjavík í nótt vegna húsbrots og brots á vopnalögum. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa.

Karlmaður var sömuleiðis handtekinn í Garðabæ vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna ásamt því að vera sviptur ökuréttindum. Maðurinn var einnig með fíkniefni meðferðis. Hann var látinn laus að sýnatöku lokinni.

Þá voru þrír handteknir og færðir í fangaklefa eftir aðgerð lögreglu og sérsveitar í Austurbæ Reykjavíkur í nótt þar sem lögregla fékk tilkynningu um samkvæmishávaða í heimahúsi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka