Framtíðarsýn Maríu með aðstoð Adidas

María Guðjohnsen vinnur að framtíðarsýninni. Myndin á skjánum táknar kvenkyns …
María Guðjohnsen vinnur að framtíðarsýninni. Myndin á skjánum táknar kvenkyns ímynd sem hefur lagt undir sig tækniheiminn.

Adidas kynnti nýja skó, byggða á eldri framleiðslu, í Berlín í lok liðinnar viku. Af því tilefni fékk fyrirtækið 11 listamenn til þess að búa til framtíðarheim eftir eigin höfði með tilvísun til þess sem liðið er og var verkið sýnt samfara skókynningunni.

„Þetta var mjög skemmtilegt og ég er bjartsýn á að fá fleiri verkefni frá Adidas í nánustu framtíð,“ segir María Guðjohnsen, grafískur hönnuður í Berlín og einn útvalinna listamanna.

Fyrirtækið valdi 11 listamenn og fengu þeir viku til þess að sinna sköpuninni í þar til gerðu og vel útbúnu húsnæði í Berlín. María segir að nokkrir í hópnum hafi áður unnið fyrir Adidas en aðrir verið valdir handahófskennt. „Adidas hafði samband við mig á instagram og spurði hvort ég vildi vera með,“ segir María um þátttökuna. Hún hefur unnið sjálfstætt með þrívíddargrafík og sett upp nokkrar listasýningar í Berlín undanfarin tvö ár.

Konur og tæknigeirinn

Listamennirnir unnu í þremur hópum, einn í fatahönnun, annar í tónlist og sá þriðji í myndlist. „Við höfðum algerlega frjálsar hendur,“ segir María, eini Íslendingurinn í hópnum. Hún bætir við að allt hafi verið til alls á staðnum og ímyndunaraflið hafi ráðið för.

Sjá viðtal við Maríu í heild á baksíðu  Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert