Sex fengu eina milljón

Milljónaveltan gekk ekki út í ágústútdrætti Happdrættis Háskólans og því …
Milljónaveltan gekk ekki út í ágústútdrætti Happdrættis Háskólans og því verður potturinn fimmfaldur, eða 50 milljónir króna, þegar dregið verður 10. september. mbl.is/Golli

Sex heppnir miðaeigendur fengu eina milljón króna og níu fengu hálfa milljón króna hver í ágústútdrætti Happdrættis Háskólans en dregið var í kvöld.

Rúmlega 3.700 vinningshafar skipta með sér tæpum 102 milljónum króna í skattfrjálsum vinningum eftir útdrátt kvöldsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Happdrætti Háskóla Íslands. 

Milljónaveltan gekk ekki út í ágúst og því verður potturinn fimmfaldur, eða 50 milljónir króna, þegar dregið verður 10. september. Það er hæsti einstaki vinningur sem dreginn hefur verið út í Happdrætti Háskólans á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert