Hugmyndir um breyttan miðbæ Hafnarfjarðar

Hugmyndir að breytingum á miðbænum.
Hugmyndir að breytingum á miðbænum. Teikning/TRÍPÓLÍ arkitektar

Hugmyndir eru um að gera miklar breytingar á miðbæ Hafnarfjarðar. Á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar (hafnarfjordur.is) eru birt drög að skýrslu um skipulag miðbæjarins og hugmyndavinna Trípólí arkitekta vegna nýrrar uppbyggingar í miðbænum.

Starfshópur um skipulag miðbæjar Hafnarfjarðar var skipaður 28. mars 2019. Hlutverk hans er m.a. að gera tillögu um áframhaldandi vinnu við skipulag miðbæjarins. Starfshópurinn lagði til að Trípólí arkitektar vinni áfram að deiliskipulagi miðbæjarins á grundvelli vinnu sem stofan skilaði. Þá höfðu borist hugmyndir frá þremur arkitektastofum.

Lagt er til að verkefninu verði skipt í áfanga og að byrjað verði á Strandgötunni, sem sögð er vera hjarta bæjarins. Áhersla verði lögð á tengingu hennar við nærliggjandi hverfi. Uppbygging við Fjarðargötu og breytingar á henni gætu verið í 2. áfanga. Efla á tengingu strandlengjunnar og hafnarinnar við miðbæinn, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert