Pence þakkar fyrir sig

Pence segir að góð tengsl Íslands og Bandaríkjanna séu nú …
Pence segir að góð tengsl Íslands og Bandaríkjanna séu nú mikilvægari en nokkru sinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það var frábært að heimsækja Ísland í gær til að ítreka þau sterku og mikilvægu tengsl sem eru á milli landanna okkar,“ skrifar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, á opinberri facebooksíðu sinni.

Þar deilir hann einnig myndskeiði þar sem sjá má svipmyndir úr heimsókn hans og ávarp hans er spilað undir.

Pence segir að góð tengsl Íslands og Bandaríkjanna nái langt aftur í tímann og séu nú mikilvægari en nokkru sinni fyrr. „Þetta er staður sem er mikilvægur í sögu hins frjálsa heims.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert