Vilja reisa 600 íbúðir til að leysa vanda

Byggingarnar eiga að rísa á milli Sæbrautar og Köllunarklettsvegar.
Byggingarnar eiga að rísa á milli Sæbrautar og Köllunarklettsvegar.

Byggingafélagið Þingvangur hefur sent fyrirspurn varðandi uppbyggingu leiguhúsnæðis til skammtímanota á tveimur lóðum við Köllunarklettsveg.

Afgreiðslu erindisins var frestað á síðasta fundi í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Umrædd lóð er í Laugarnesi og óskar Þingvangur eftir því að fá að setja allt að 550-600 innréttaðar íbúðaeiningar á lóðina. Mögulegt sé að hafa húsnæðið tilbúið á nokkrum mánuðum. Óskin sé sett fram í samræmi við stefnumörkun átakshóps stjórnvalda í húsnæðismálum um að reisa íbúðarhúsnæði til skammtímanota til að bregðast við tímabundnum vanda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert