Svanurinn á Selfoss

Samið um Svansvottun í miðbænum á Selfossi.
Samið um Svansvottun í miðbænum á Selfossi. Ljósmynd/dfs.is-gpp

Undirritaðir voru í gær samningar milli Sigtúns þróunarfélag og Umhverfisstofnunar um að byggingar í nýjum miðbæjarkjarna á Selfossi yrðu umhverfisvottaðar með Svansmerkingu.

Þetta er í fyrsta skipti sem undirritað er samkomulag um Svansvottun þyrpingar húsa hér á landi.

Mikil umhverfisáhrif fylgja byggingargeiranum en með Svansvottun húsnæðis er unnið að því að minnka áhrif þessi. Í nýjum miðbæjarkjarna á Selfossi verður bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Á byggingartíma munu starfsmenn Umhverfisstofnunar m.a. fara yfir gæðaferla, hönnun, notkun byggingarefna og efnavöru og fylgjast með úrgangsflokkun.

Jafnframt undirrituðu fulltrúar Sigtúns viljayfirlýsingu við verktakann sem reisir húsin í miðbænum, Jáverk, um umhverfisstjórnun og verkferla sem tryggi að framkvæmd og efnisnotkun uppfylli kröfur Svansins fyrir nýbyggingar. „Þessi samningur við Umhverfisstofnun er stór áfangi í því markmiði okkar að gera miðbæinn eins umhverfisvænan og okkur er unnt,“ segir Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtúns þróunarfélags.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert