Breytingar í þágu barna í beinni

Ráðstefnan hefst í Norðurljósasal Hörpu klukkan níu.
Ráðstefnan hefst í Norðurljósasal Hörpu klukkan níu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ráðstefna félags- og barnamálaráðherra í samvinnu við Landssamband ungmennafélaga, sem ber heitið Breytingar í þágu barna, hefst í Norðurljósasal Hörpu klukkan níu. 

Ráðstefnan verður send út í beinu streymi sem hægt er að horfa á neðst í fréttinni.

Dagskrá hefst á opnunarávarpi Gunnhildar Fríðu Hallgrímsdóttur, aðgerðasinna og nemanda, og þar á eftir fylgja ávörp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, og Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra.

Dagskrána í heild sinni má kynna sér hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert