Nýr útsýnispallur við Hrafnagjá

Hugmynd að nýjum útsýnispalli við Hrafnagjá á Þingvöllum.
Hugmynd að nýjum útsýnispalli við Hrafnagjá á Þingvöllum. Tölvumynd/Landslag ehf.

Fyrirhugað er að í vetur rísi nýr útsýnispallur við Hrafnagjá í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Hrafnagjá er við austurjaðar sigdældarinnar á Þingvöllum, um sjö kílómetra austan við Þjónustumiðstöðina, en Almannagjá er að vestanverðu.

Einar Á.E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður segir að þarna opnist glæsilegt útsýni frá austri til vesturs yfir sigdældina. Um nýjan útsýnisstað sé að ræða og hann sé töluvert stærri en sá sem áður var við Hrafnagjá og var aflagður við endurbætur á veginum, sem lauk í haust. Þá var stökum bílastæðum fækkað, m.a. í öryggisskyni, en allstórt bílastæði gert við Hrafnagjá.

Þjóðgarðsvörður vonast til að pallurinn verði fullfrágenginn næsta vor. Spurður um kostnað segir Einar að hann gæti orðið 15-20 milljónir, samkvæmt fyrstu áætlunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert