Áhugi á urriðum í ástarleik

Alls mættu um 500 manns á Þingvelli um helgina til …
Alls mættu um 500 manns á Þingvelli um helgina til þess að fylgjast með urriðadansinum í blátærri ánni. Ljósmynd/Torfi Stefán Jónsson

Ástarævintýri Þingvallaurriðans voru í sviðsljósi um helgina þegar Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur sagði frá stórfiskunum sem að undanförnu hafa komið til hrygningar í Öxará.

Fiskarnir eru gríðarstór flikki og sumir hafa gert sér ferð á hrygningarslóðina neðan við Öxarárfoss í áraraðir og eru því orðnir gamlir kunningjar ef svo mætti segja.

Alls mættu um 500 manns á svæðið á laugardaginn til að hlýða á frásagnir Jóhannesar og fylgjast með fangbrögðum hans við fiskana sem hann hefur rannsakað um langt árabil.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert