Tók niður fána vegna „pirrings út í lögregluna“

Maðurinn sagðist ætla að taka niður fánann vegna pirrings út …
Maðurinn sagðist ætla að taka niður fánann vegna pirrings út í lögregluna. mbl.is/Eggert

Lögreglumenn við lögreglustöðina við Vínlandsleið í Grafarholti veittu því athygli um kvöldmatarleyti í gær að einstaklingur var að taka niður íslenska fánann sem blakti við hún fyrir utan lögreglustöðina. 

Aðspurður sagði viðkomandi að hann hefði ætlað að „taka fánann vegna pirrings út í lögregluna,“ að því er segir í dagbók lögreglu. Eftir skýrslutöku var málinu talið lokið. 

Gærkvöldið og nóttin var annars með rólegra móti í efri byggðum borgarinnar en lögregla hafði afskipti af tveimur ökumönnum á tíunda tímanum. Annar ók án ökuréttinda og hinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. 

mbl.is