Tap Sjálfstæðisflokksins rúmar 35 milljónir

mbl.is/Arnþór

Tekjur Sjálfstæðisflokksins á síðast ári námu samtals rúmlega 367,5 milljónum króna samanborið við rúmlega 248 milljónir árið á undan. Þetta fram kemur í rekstrarreikningi flokksins fyrir árið 2018 sem birtur hefur verið á vef ríkisendurskoðunar.

Tekjurnar á síðasta ári skiptast þannig að rúmar 180,7 milljónir komu frá ríkinu, rúmlega 21 milljón frá sveitarfélögum, rúmar 22,3 milljónir frá lögaðilum og rúmar 39 milljónir frá einstaklingum, þ.m.t. félagsgjöld. Aðrar tekjur voru rúmlega 94,7 milljónir.

Rekstrarkostnaður Sjálfstæðisflokksins nám samtals um 373,6 milljónum króna og var því tap af rekstrinum án fjármagnsliða upp á rúmar sex milljónir króna. Með fjármagnsliðum var tapið rúmlega 35,2 milljónir króna miðað við rúmar 15 milljónir á síðasta ári.

Eignir Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2018 námu 692,4 milljónum króna og skuldir flokksins námu tæpri 431 milljón. Framlög lögaðila voru á bilinu 5 - 400 þúsund krónur. Fjórtán styrktu flokkinn um 400 þúsund krónur og eru útgerðir þar áberandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert