Aukið á öryggið í Reynisfjöru

Ferðamenn forða sér undan öldunni. Sem kunnugt er geta skapast …
Ferðamenn forða sér undan öldunni. Sem kunnugt er geta skapast lífshættulegar aðstæður í fjörunni sem er fjölsótt af ferðamönnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kynnti aðgerðir varðandi öryggismál í Reynisfjöru á fundi ríkisstjórnarinnar í gær.

Ólafur Teitur Guðnason, aðstoðarmaður ráðherrans, sagði að Þórdís hefði upplýst ríkisstjórnina um að hún ætlaði að fjármagna og fylgja eftir gerð áhættumats og verkferla varðandi öryggi fólks í Reynisfjöru.

Lögreglan á Suðurlandi hefur forystu um verkefnið í samvinnu við Vegagerðina, Veðurstofu Íslands og almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Talið er að verkefnið kosti 2-3 milljónir króna og verður ráðist fljótlega í það. Þegar hefur verið boðað til fundar vegna málsins.

Markmiðið með gerð áhættumatsins er að með því skapist forsendur til að grípa til heimildar í lögum um almannavarnir til að loka svæðum. Ólafur Teitur sagði að samkvæmt fenginni reynslu gæti þurft að hafa lokað í Reynisfjöru í 5-7 daga frá nóvember til mars á hverjum vetri, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert