Lúxusferð í flugvél Icelandair

Icelandair á margar Boeing 757-þotur.
Icelandair á margar Boeing 757-þotur. mbl.is/Sigurður Bogi

Fyrir 98.940 dollara, jafnvirði um 12,2 milljóna íslenskra króna, býðst 75 farþegum að fara í hringferð um heiminn um borð í TF-FIS Boeing 757-þotu Icelandair.

Lagt verður af stað frá Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, 28. desember og ferðinni lýkur á sama stað 24 dögum síðar.

Í millitíðinni verður meðal annars flogið til S-Ameríku, Asíu og Ástralíu.

Fram kemur í frétt norskra fjölmiðla um málið að aðstaða fyrir farþega verði fyrsta flokks, enda er gert ráð fyrir að fólk sofi um borð í vélinni og verji þar drjúgum tíma.

mbl.is