Fangaverðir björguðu Kínverjum

Jóhann Páll Helgason
Jóhann Páll Helgason

Giftusamlega tókst til með björgun þegar tvær ungar konur frá Kína voru í reiðileysi eftir að hafa misst smábíl út af veginum í Grímsnesi í fyrrinótt. Þæfingur var á veginum sem bíllinn rann út af en skemmdist ekki.

En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst, segir máltækið, því nú bar að rútu þar sem voru fangaverðir frá Litla-Hrauni, sem með mökum voru að koma af jólahlaðborði á Hótel Geysi.

„Konurnar hlupu í veg fyrir rútuna og veifuðu öllum öngum,“ segir Jóhann Páll Helgason. Hann var einn tólf fílefldra fangavarða sem fóru út til aðstoðar, ýttu hraustlega á smábílinn og komu honum upp á veginn.

„Kínversku konurnar voru í áfalli, grétu allan tímann sem við stóðum hjá þeim. Sennilega skildu þær ekkert af því sem við sögðum þeim. Vonandi verður þetta ferðalag þeirra þó þegar frá líður að ljúfri minningu um íslenska víkinga,“ segir Jóhann Páll. sbs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »