Hagkvæmt að auka aflið

Sultartangastöð. Unnt er að nýta vatnið betur í virkjuninni.
Sultartangastöð. Unnt er að nýta vatnið betur í virkjuninni. Ljósmynd/Landsvirkjun

Stækkun Sultartangastöðvar sem Landsvirkjun er að undirbúa getur aukið afl virkjunarinnar um 8 megavött án nokkurs jarðrasks eða framkvæmda við mannvirki. Áætlað er að aðgerðin kosti undir 40 milljónum kr. og er því afar hagkvæmur kostur.

Búrfellsstöð var stækkuð á árunum 2016 til 2018 með því að nýta betur það vatn sem í gegnum stöðina fer. Við það jókst virkjað rennsli í 380 rúmmetra á sekúndu. Sultartangastöð er næsta stöð fyrir ofan Búrfellsstöð og nýtir vatn bæði úr Tungnaá og Þjórsá og er hámarksrennsli hennar 322 m3/s. Komi til þess að keyra þurfi Búrfellsstöð á fullum afköstum verður að hleypa vatni um farveg Þjórsár frá Sultartangalóni að inntaki Búrfellsstöðvar. Við það mun vatn renna óvirkjað framhjá Sultartangastöð.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun geta skapast áskoranir þegar vatni er hleypt þessa leið að vetrarlagi, þegar snjór og ís er í farvegi, sem geta valdið krapaflóði og erfiðleikum við Ísakot, inntak Búrfellsstöðvar, og þar með rekstrartruflunum í stöðinni, að því er fram kemur í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »