Ellefu þingmenn á fundum erlendis

Alþingismenn eru á faraldsfæti.
Alþingismenn eru á faraldsfæti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alþingismenn eru á faraldsfæti þessa vikuna og sækja fundi og þing víða um heim. Alls verða 11 alþingismenn á fundum erlendis.

Fundur forsætisnefndar Norðurlandaráðs er haldinn í Noregi dagana 9.-10. desember. Þátttakendur eru Oddný G. Harðardóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir og Helgi Þorsteinsson starfsmaður skrifstofu Alþingis.

Fundur IPU, loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, fer fram í Madrid dagana 9.-12. desember. Þátttakendur eru Guðmundur Andri Thorsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigríður Á. Andersen og Arna Gerður Bang starfsmaður skrifstofu Alþingis. Kolbeinn Proppé sækir ennfremur loftslagsráðstefnu SÞ í Madríd (Norðurlandaráð) 10.-12. desember.

Fundur laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins verður haldinn í París 10.-11. desember. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sækir fundinn. Þórhildur Sunna og Rósa Björk Brynjólfsdóttir sækja svo fund framkvæmdastjórnar Evrópuráðsþingsins í París 13. desember.

Fundur þingmannanefndar um norðurskautsmál verður haldinn í New York og Washington 9.-11. desember. Ari Trausti Guðmundsson situr fundinn. Loks situr Þorgerður K. Gunnarsdóttir ráðstefnu NATO-þingsins 9.-11. desember í Washington. Fimm varamenn hafa tekið sæti á Alþingi fyrir þá þingmenn sem eru í útlöndum. sisi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »