Straumvatnsbjörgunarhópur á leið á vettvang

Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið á vettvang með 10 …
Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið á vettvang með 10 manna hóp sem sérhæfður er í straumvatnsbjörgun. mbl.is/​Hari

Mannsins sem féll í Núpá í Sölvadal í Eyjafirði á tíunda tímanum í gærkvöldi er enn leitað. 43 leitarmenn eru að störfum á 17 tækjum á vettvangi, þar af fjórir kafarar og einn læknir, auk leitarhunds.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra eru aðstæður á vettvangi erfiðar vegna myrkurs og veðurs. Leitarfólk gengur meðfram ánni auk þess sem kafarar leita á völdum stöðum, en óskað hefur verið eftir aukamannskap af öðrum svæðum til að aðstoða við leitina.

Maðurinn féll í Núpá í Sölvadal í Eyjafirði.
Maðurinn féll í Núpá í Sölvadal í Eyjafirði. Kort/Map.is

Ekki hefur verið hægt að nota þyrlu Landhelgisgæslunnar við leitina vegna éljagangs, en önnur þyrla er á leið á vettvang með 10 manna hóp sem sérhæfður er í straumvatnsbjörgun. Reiknað er með að þyrlan lendi á Akureyri klukkan 4. 

Aðgerðastjórn almannavarna á Akureyri var mönnuð vegna verkefna sem tengjast óveðrinu og er aðgerðum vegna þessa máls stjórnað þaðan.

Lögregla getur ekki veit frekari upplýsingar að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka