Hálf öld liðin frá hvarfi Sæfara BA

Sæfari BA. Mikil leit var gerð að bátnum sem ekki …
Sæfari BA. Mikil leit var gerð að bátnum sem ekki bar árangur. Sex ungir menn voru í áhöfn hans. Ljósmynd/Sn.

Sex skipverjar fórust með vélbátnum Sæfara BA-143 frá Tálknafirði út af Vestfjörðum 10. janúar 1970 eða fyrir 50 árum. Atburðarins verður minnst við Minningaröldurnar í Fossvogskirkjugarði nk. laugardag. Skipverjar á Sæfara voru allt ungir menn, sá yngsti 18 ára og sá elsti 36 ára.

Síðast var haft samband við skipstjóra Sæfara kl. 2.30 aðfararnótt laugardagsins 10. janúar. Þá var Sæfari um 28 sjómílur norðvestur af Kópanesi og var að draga línuna. Bjóst skipstjóri bátsins við að koma til hafnar um hádegisbilið. Veður var norðaustlægt á þessum slóðum, um átta vindstig og erfiður sjór, en ísing ekki mikil fyrr en nær dró landi. Undir hádegi á laugardeginum hófst umfangsmikil leit að bátnum á sjó og úr lofti og fjörur voru gengnar, en leitin bar ekki árangur.

Í umfjöllun um skiptapa þennan í Morgunblaðinu í dag segir m.a. að Sæfari var 100 lesta bátur, byggður í Austur-Þýzkalandi árið 1960. Rifjað var upp í blaðinu í frétt um Sæfaraslysið að báturinn hafi verið sömu gerðar og Svanur ÍS-214, sem sökk út af Vestfjörðum í janúar 1969, „er brotsjór skellti bátnum á hliðina og hann fyllti af sjó. Varð þá mannbjörg“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert