Kynna fjölgun starfsmanna stofnana á landsbyggðinni

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, birtir í dag áætlun sem felur í sér tölusett markmið til næstu ára um fjölgun starfsmanna stofnana sem undir ráðherrann heyra á landsbyggðinni. Nær áætlunin til Fiskistofu, Hafrannsóknastofnunar og Matvælastofnunar.

Þá er einnig að finna í áætluninni aðgerðir sem eiga að vera til þess gerðar að auka hagkvæmni í rekstri umræddra stofnana með því að sameina starfsstöðvar þeirra í sama húsnæði. Ekki er vitað til hvaða starfsstöðva þetta mun ná en starfsstöðvar Fiskistofu og Hafrannsóknastofnunar á Akureyri og á Ísafirði eru þegar skráðar með sama heimilisfang, en það er til að mynda ekki tilfellið í Vestmannaeyjum.

Unnið hefur verið að áætluninni frá því í haust að frumkvæði Kristjáns Þórs og var hún unnin í samráði við forstöðumenn þeirra stofnana sem átakið nær til og undirritað af sömu aðilum. Fjármagn hefur verið tryggt til að framfylgja áætluninni á árinu 2020.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »