Afgreiðslufólk í Leifsstöð notar andlitsgrímur

mbl.is/Páll Ketilsson

Sumir starfsmanna Isavia og þjónustufyrirtækja í Flugstöð Leifs Eiríkssonar nota nú andlitsgrímur og gúmmíhanska við afgreiðslu flugfarþega vegna hættu á smiti kórónaveirunnar.

Dæmi er um slíkt við innritun farþega, eins og sést á myndinni sem tekin var í gær, og í verslunum og á veitingastöðum.

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að heilbrigðisyfirvöld hafi útvegað grímur og annan búnað en starfsfólki sé í sjálfsvald sett hvort það telji þörf á eða vilji nota þennan búnað. Sama eigi við um þjónustu- og rekstraraðila í flugstöðinni.

Fulltrúar frá landlækni héldu í fyrradag upplýsingafund með starfsfólki í flugstöðinni, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert