Varnarbúnaður tiltækur

Ragna Gústafsdóttir sýnir hlífðarbúnað starfsmanns.
Ragna Gústafsdóttir sýnir hlífðarbúnað starfsmanns. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Margvíslegt undirbúningsstarf stendur nú yfir á Landspítalanum þannig að sjúkrahúsið geti tekið á móti og sinnt vel þeim sjúklingum sem þangað kunna að leita vegna kórónafaraldursins.

Upptök kórónaveirunnar eru í Wuhan í Kína og þar í landi hafa um 7.734 manns tekið veiruna, sem breiðist hratt út um heiminn. Á heimsvísu eru tilvikin orðin 7.824 og látnir eru 170. Á Íslandi hefur almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra lýst yfir óvissustigi.

„Sjúkrahúsið er allt undir í ráðstöfunum sem nú eru gerðar,“ segir Ragna Gústafsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri á bráðamóttöku í Fossvogi. Farið er yfir viðbúnaðaráætlanir, starfsfólk fær fræðslu og á sjúkrahúsinu eru skipulagðar leiðir sem fólk með smitandi kórónaveiruna verður flutt um svo að minnst áhætta hljótist af. Á deildum er tiltækur varnarbúnaður; gallar, grímur, gleraugu og fleira.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert