Menntadagur atvinnulífsins í beinni

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flytur ávarp.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flytur ávarp. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sköpun í íslensku atvinnulífi og menntakerfi verður til um­fjöll­un­ar á Mennta­degi at­vinnu­lífs­ins í dag sem fer fram í Hörpu. For­seti Íslands, Guðni Th. Jó­hann­es­son, flyt­ur ávarp, og þá munu hann og Lilja Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, veita fyrirtækjum sem skara fram úr í fræðslu- og menntamálum starfsmanna Menntaverðlaun atvinnulífsins 2020.

Hægt er að fylgj­ast með dag­skránni í beinni út­send­ingu hér á mbl.is.

Menntadagurinn er árlegur viðburður, að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.

Dagskrána má sjá hér.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert