Önnur hringferð Sjálfstæðisflokksins er hafin

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og fjármálaráðherra. mbl.is/Sigurður Bogi

Önnur hringferð Sjálfstæðisflokksins hófst á opnum fundi á Kaffi Reykjavík núna klukkan 18 með ræðu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Áhersla verður lögð á atvinnulífið í landinu í hringferðinni. Hér fyrir neðan er beint streymi af fundinum. 

 Guðlaugur Þór Þórðarson og Sigríður Á. Andersen taka jafnframt til máls á fundinum. Í hringferð þingflokks að þessu sinni verða haldnir fundir um allt land en jafnframt verður fjöldi fyrirtækja heimsóttur.

mbl.is