62 hugmyndir um nafn á sveitarfélagi

Frá Seyðisfirði.
Frá Seyðisfirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Alls bárust 62 mismunandi hugmyndir að nafni á nýtt sameinað sveitarfélag Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Frestur til að skila inn tillögum rann út á föstudag. Þetta kemur fram í frétt Austurfréttar. Alls bárust 112 tillögur um nafn.

Nafnanefnd, skipuð fulltrúum úr öllum gömlu hreppunum auk ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs, fundaði á mánudag til að fara yfir tillögurnar. Nefndin á að funda aftur á föstudag og ákveða hvaða tillögur fara til umsagnar hjá örnafnanefnd. 

Örnafnanefnd hefur allt að þrjár vikur til umsagnar. Að fenginni umsögn örnefnanefndar fundar nafnanefnd sveitarfélagsins og leggur til við undirbúningsstjórn sameiningarinnar hvaða nöfn verða lögð fyrir kjósendur í atkvæðagreiðslu, samhliða kosningum til sveitarstjórnar 18. apríl.

Kosningin verður þó ekki bindandi heldur ákveður ný sveitarstjórn heitið, segir í frétt Austurfréttar en þar er hægt að lesa nánar um þetta og eins tillögurnar sem bárust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert