Litlar áhyggjur af veirunni

Karlar hafa minni áhyggjur af veirunni en konur.
Karlar hafa minni áhyggjur af veirunni en konur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Meirihluti svarenda (52%) í könnun MMR fyrir Árvakur hefur mjög litlar eða frekar litlar áhyggjur af kórónuveirunni. Spurt var: „Hversu miklar eða litlar áhyggjur hefur þú af kóróna-veirunni sem nú geisar í Kína og hefur borist víða um heim?“

Um fjórðungur skipaði sér í hópinn „bæði/og“ en 23% svarenda hafa frekar miklar eða mjög miklar áhyggjur af veirunni.

Þegar rýnt er í sundurliðun talna virðast karlar hafa minni áhyggjur af veirunni en konur. Þá hafa yngri aldurshóparnir (18-29 ára og 30-49 ára) minni áhyggjur en þeir sem eldri eru (50-67 ára og 68 ára og eldri). Ekki var marktækur munur á afstöðu hópa eftir búsetu, þ.e. á höfuðborgarsvæðinu eða úti á landi.

Könnunin var gerð 6.-10. febrúar og í úrtakinu voru Íslendingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. Fjöldi svarenda var 1.003 og voru svör vigtuð út frá upplýsingum um þýði frá Hagstofu Íslands. Aðeins tíu (1%) svarenda tóku ekki afstöðu til spurningarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert