Fleiri telja hlýnun jarðar af náttúrunnar völdum

Viðhorf fólks á aldrinum 45 til 55 ára breyttist mest …
Viðhorf fólks á aldrinum 45 til 55 ára breyttist mest á milli ára. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hátt í fjórði hver Íslendingur, eða 23%, telur að hækkun á hitastigi jarðar síðustu öld sé frekar vegna náttúrulegra breytinga í umhverfinu en af mannavöldum.

Þetta eru niðurstöður nýrrar Umhverfiskönnunar Gallup, en þetta er töluverð breyting á könnun sem gerð var fyrir um ári síðan þegar 14% töldu hækkun á hitastigi jarðar vera vegna náttúrulegra breytinga í umhverfinu.

66% þeirra sem svöruðu könnuninni telja hækkun á hitastigi jarðar af mannavöldum.

Viðhorfsbreytingin er almenn, en þeim sem segja hækkun á hitastigi jarðar vera vegna náttúrulegra breytinga fjölgar í flestum hópum milli mælinga en helst er hún hjá fólki á aldrinum 45-55 ára. Í þeim hópi fækkar þeim um 20% sem telja að hækkun á hitastigi jarðar sé af mannavöldum.

Niðurstöðurnar Umhverfiskönnunarinnar verða nánar kynntar á Umhverfisráðstefnu Gallup í Hörpu 19. febrúar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert