Ekki partý heldur heimafæðing

Mynd úr safni Morgunblaðsins.
Mynd úr safni Morgunblaðsins.

Tilkynnt var til lögreglunnar um hávaða frá íbúð í miðborginni (hverfi 101) skömmu fyrir eitt í nótt. Í ljós kom þegar lögreglan kannaði málið að hávaðinn átti sér eðlilegar skýringar því þarna var heimafæðing í gangi.

Tilkynnt um líkamsárás og rán í Kópavogi upp úr klukkan 1 í nótt. Þar hafði verið ráðist á mann og hann rændur síma. Maður sem er  grunaður um árásina var handtekinn síðar um nóttina og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert