Einn í sóttkví á Egilsstöðum

Kennari við grunnskólann á Egilsstöðum hefur verið settur í sóttkví …
Kennari við grunnskólann á Egilsstöðum hefur verið settur í sóttkví heima hjá sér. Maðurinn var á skíðasvæði í einum af fjórum héruðum á Norður-Ítalíu þar sem kórónuveiran COVID-19 hefur greinst. mbl.is/Arnar Þór

Einstaklingur hefur verið settur í sóttkví heima hjá sér á Egilsstöðum. Þetta staðfestir Pétur Heimisson, framkvæmdastjóri lækninga við Heilbrigðisstofnun Austurlands, í samtali RÚV

Um er að ræða kennara við grunnskólann á Egilsstöðum og hefur skólastjórinn sent forráðamönnum nemenda bréf þar sem segir að kennarinn hafi verið á skíðasvæði í einum af fjórum héruðum á Norður-Ítalíu þar sem kórónuveiran COVID-19 hefur greinst. Í bréfinu segir jafnframt að veiran hafi ekki greinst á skíðasvæðinu þar sem kennarinn dvaldi og að hann sé frískur. 

Sóttvarnalæknir hefur ráðlagt fólki að sleppa ónauðsyn­leg­um ferðum til Lomb­ar­dia, Venetó, Em­il­ía Rómanja og Píemonte á Ítal­íu. 

Kennarinn er því að fara eftir ráðleggingum landlæknis sem beinir því til fólks sem kemur til landsins frá þessum svæðum að halda sig heima í 14 daga í varúðarskyni. Því sé um sóttkví í heimahúsi að ræða, en í því felst m.a. að halda sig heima og hafa bein samskipti við sem fæsta.

mbl.is