GPS-tækjum stolið úr vinnuvélum

Eigendur vinnuvéla eru hvattir til að vera á varðbergi, enda …
Eigendur vinnuvéla eru hvattir til að vera á varðbergi, enda virðast þjófar með sérstakan áhuga á verðmætum GPS-tækjum vera á ferðinni. mbl.is/Hari

Brotist hefur verið inn í vinnuvélar bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Norðurlandi í febrúar og hafa þeir sem voru að verki haft verðmæt GPS-tæki á brott með sér.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir ekki ósennilegt að málin tengist þrátt fyrir að innbrotin hafi verið í sitthvorum landshlutanum, en brotist hefur verið inn í vinnuvélarnar að kvöld- eða næturlagi.

„Eigendur og umráðamenn vinnuvéla eru hvattir til að vera á varðbergi og gera ráðstafanir, t.d. að fjarlægja GPS-tæki úr vinnuvélum eftir því sem við verður komið, þ.e. þegar vélarnar eru ekki í notkun,“ segir í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert