Á þriðja hundrað manns sætir sóttkví

Fjöldi smita hefur þrefaldast og átta af níu veirusmitum hafa …
Fjöldi smita hefur þrefaldast og átta af níu veirusmitum hafa verið rakin til Ítalíu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslendingurinn sem fyrst greindist með kórónuveiru hér á landi hefur verið útskrifaður af Landspítalanum og sætir nú heimasóttkví. Öll níu sem greinst hafa með veiruna sæta slíkri sóttkví, en þau munu vera við ágæta heilsu þó þau finni fyrir einkennum á borð við hósta, beinverki og hita.

Alls sæta um 260 Íslendingar sóttkví um þessar mundir, þar af nokkrir starfsmenn Landspítala. Hefur því nú verið beint til heilbrigðisstarfsfólks að bíða með allar utanlandsferðir þar til ljóst verður hvernig útbreiðsla veirunnar þróast.

Viðbragð vegna kórónuveirunnar hefur ekki verið uppfært frá því fyrsta smitið var staðfest. „Það getur vel verið að það þurfi að breyta áætlunum eftir því hvernig þróunin verður. Ef það fara að verða einhverjar alvarlegar sýkingar og sýkingar fara að dreifa sér, þá gæti þurft að leita annarra ráða. En það er ekki inni í myndinni á þessu stigi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Evrópusambandið ákvað í gær að hækka sitt viðbúnaðarstig og skilgreinir ástandið nú sem „miðlungs eða mikla hættu“ eftir að fjöldi smita á Ítalíu tvöfaldaðist á tveimur sólarhringum. Þar eru smit orðin fleiri en 2.000 og dauðsföll á sjötta tug. Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) hefur jafnframt lækkað spá sína um hagvöxt á heimsvísu í 2,4% og hefur hún ekki verið lægri síðan efnahagskreppan skall á árið 2008.

Von er á niðurstöðum úr fleiri sýnatökum síðar í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert