Sala afurða eykst

Óskar Sigmundsson, annar f.h., ásamt teymi Marós. Hann telur tækifæri …
Óskar Sigmundsson, annar f.h., ásamt teymi Marós. Hann telur tækifæri til frekari vaxtar.

Eftirspurn eftir íslenskum og öðrum evrópskum sjávarafurðum hefur aukist og mun halda áfram að aukast, að mati Óskars Sigmundssonar, eiganda sölufyrirtækisins Marós í Cuxhaven í Þýskalandi. Sala fyrirtækisins jókst um 37% í janúar og 44% í febrúar.

Hann segir ástæðuna meðal annars vera þá að kaupendur séu reiðubúnir til þess að greiða hærra verð fyrir umhverfisvænni vöru sem ekki hefur verið flutt alla leið frá Asíu eins og í tilfelli kyrrahafskarfa.

Margar breytur

Þá hefur ýtt undir sérstöðu íslenskra afurða að verulegar truflanir hafa orðið í framleiðslu í Kína og bendir flest til þess að vörur þaðan komi ekki fyrr en í sumar. Jafnframt sé óvíst hvernig kínverskum fyrirtækjum takist að ná fyrri stöðu á markaðnum og hefur því skapast sóknarfæri fyrir íslenskar og aðrar evrópskar afurðir sem yfirleitt eru dýrari.

Auk þess sem Kína rekur öfluga vinnslu fyrir sjávarafurðir víðsvegar í heiminum er landið einnig mikill kaupandi sjávarafurða og því óljóst hver heildaráhrifin á mörkuðum verða.

Áskrifendur geta lesið fréttina í heild sinni hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert