Vel á þriðja hundrað þúsund í sekt

Erlendur ferðamaður sem mældist aka á 138 km hraða á …
Erlendur ferðamaður sem mældist aka á 138 km hraða á Reykjanesbraut reyndist einnig vera undir áhrifum áfengis að því er sýnatökur sýndu. Ljósmynd/Lögreglan

Allmargir hafa gerst brotlegir í umferðinni í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Erlendur ferðamaður sem mældist aka á 138 km hraða á Reykjanesbraut reyndist einnig vera undir áhrifum áfengis að því er sýnatökur sýndu.

Hann þurfti að greiða vel á þriðja hundrað þúsund fyrir brotin, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Annar ökumaður, einnig erlendur ferðamaður, mældist á 144 km hraða einnig á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km.

Þá voru tveir ökumenn teknir úr umferð sem framvísuðu grunnfölsuðum ökuskírteinum.

Auk ofangreindra voru á annan tug ökumanna kærðir fyrir of hraðan akstur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert