Tveir kennarar og hátt í 50 nemendur MH í sóttkví

Reiknað er með að skólahald fari fram með eðlilegum hætti …
Reiknað er með að skólahald fari fram með eðlilegum hætti á morgun. mbl.is/Þorkell

Tveir kennarar og hátt í fimmtíu nemendur við Menntaskólann við Hamrahlíð eru í sóttkví. Steinn Jóhannsson, rektor MH, segir einn nemanda skólans hafa greinst með smit.

RÚV greinir frá.

Steinn segir nemandann ekkert hafa mætt í skólann í þessari viku en hann hafi mætt á fimmtudag og föstudag í síðustu viku. Hann byrjaði ekki að finna fyrir einkennum fyrr en á sunnudagskvöld. Hann fékk í kjölfarið staðfestingu á smitinu og foreldrar nemandans létu strax vita.

Stjórnendur skólans eru að fara yfir það með sóttvarnalækni hvort grípa þurfi til frekari aðgerða, en Steinn reiknar með því að skólahald fari fram með eðlilegum hætti á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert