Óviss framtíð álversins

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rio Tinto leitar nú allra leiða til að draga úr tapi sínu af rekstri álversins í Straumsvík. Heimildir Morgunblaðsins herma að ein sviðsmynd sem nú er unnið með gangi út á að stöðva framleiðsluna í tvö ár í von um að á þeim tíma muni alþjóðlegir markaðir með ál hafa jafnað sig.

Álverið tapaði tæpum 13 milljörðum í fyrra og lagðist það tap ofan á sjö ára taprekstur árin þar á undan. Forsvarsmenn Rio Tinto telja að ein af forsendum þess að hægt verði að halda starfseminni áfram gangandi sé að raforkukaupasamningur við Landsvirkjun verði endurskoðaður. Er framlenging nýs kjarasamnings sem gerður hefur verið við starfsfólk álversins bundin því skilyrði að nýr samningur takist við orkufyrirtækið.

Heimildir Morgunblaðsins herma að samhliða tilraunum til að ná nýjum samningi undirbúi lögfræðingar Rio Tinto málaferli gegn Landsvirkjun sem ætlað er að losa fyrirtækið undan stórum hluta þeirrar kaupskyldu á rafmagni sem fyrirtækið er undir. Meðal þess sem þar er horft til séu meint vörusvik Landsvirkjunar. Rio Tinto hafi keypt raforkuna á þeim forsendum að hún væri framleidd með vatnsafli en frá árinu 2014 hafa raforkureikningar frá Landsvirkjun sýnt að orkan sé framleidd með kjarnorku- og kolavinnslu. Skýrist það af sölu svokallaðra upprunavottana sem Landsvirkjun hefur haft milljarða tekjur af á síðustu árum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert