Um 15 milljarða tjón á viku

Glímt við kórónuveirufaraldur á Landspítala.
Glímt við kórónuveirufaraldur á Landspítala.

Sennilega nemur vikulegt tjón af völdum kórónuveirunnar um 15 milljörðum króna fyrir íslenskt þjóðarbú. Þetta er mat Kristrúnar Frostadóttur, aðalhagfræðings Kviku banka.

Segir hún í umfjöllun um áhrif og afleiðingar kórónuveirunnar í Morgunblaðinu í dag, að samdráttur hagkerfisins meðan á samkomubanni stendur jafngildi 20-25% en að það komi harðast fram í höggi á ferðaþjónustuna en einnig miklum samdrætti eftirspurnar á fjölmörgum öðrum sviðum efnahagslífsins.

„Það er ekki ósennilegt að samdráttur landsframleiðslunnar á þessu ári muni nema 8-10%. Það er svipaður samdráttur og gert er ráð fyrir í Evrópu, í Bandaríkjunum er rætt um 6%. Sú staðreynd að íslenskt hagkerfi er mjög háð tekjum af ferðaþjónustu þýðir að við gætum verið í efri endanum á þessu bili. Þá mun það einnig hafa mikil áhrif hversu lengi áhrifa veirunnar gætir og ef framlengja þarf samkomubannið eða setja það á í einhverri mynd aftur, þegar líður á árið, geta áhrifin hæglega orðið meiri.“

Kristrún segir ástandið nú án fordæma og hæpið að hefðbundin hagstjórnartæki komi að nægilegu gagni til að varðveita þrótt hagkerfisins. Þá kunni það að reynast skeinuhætt að breyta bankakerfinu í einskonar hamfarasjóð sem láni fyrst og fremst til fyrirtækja til að brúa algjört hrun í tekjum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »