Hefur verið ágætis líkamsrækt

Jóni Þór Jósepssyni féllust hendur þegar hann kom að bústaðnum …
Jóni Þór Jósepssyni féllust hendur þegar hann kom að bústaðnum á kafi og byrjaði að moka af þakinu. Aðeins sást í sjónvarpsloftnetið. Ljósmyndir/Jón Þór Jósepsson

Sumarbústað í Unadal í austanverðum Skagafirði, skammt frá Hofsósi, fennti á bólakaf í vetur svo sjónvarpsloftnetið stóð eitt upp úr skaflinum.

Það gerðist ekki einu sinni heldur þrisvar. Fjölskyldan, björgunarsveitarmenn og fleiri sjálfboðaliðar hafa unnið að því dögum saman að bjarga bústaðnum með handmokstri og ýmsum tækjum.

„Þetta hefur verið ágætis líkamsrækt,“ segir einn úr fjölskyldunni, Jón Þór Jósepsson, framleiðslustjóri á Sauðárkróki. „Við fylgdumst með snjóalögum í haust, þegar þessi mikli snjóavetur hófst. Fórum reglulega þangað upp eftir. Þegar ég kom þangað um miðjan mars var allt á kafi og aðeins snjóvarpsloftnetið stóð upp úr,“ segir Jón Þór. Skaflinn ofan á þaki bústaðarins var tveir og hálfur metri þar sem hann var mestur.

Bústaðurinn í Unadal hefur lítið sést í vetur. Nú bráðnar …
Bústaðurinn í Unadal hefur lítið sést í vetur. Nú bráðnar snjórinn og meira fer að sjást. Skipta þarf um þak í sumar og styrkja undirstöður.

Jón Þór fékk félaga úr björgunarsveitinni Gretti á Hofsósi til að hjálpa sér. Þeir voru með snjóblásara og náðist að hreinsa það mesta ofan af þakinu. „Spáin var ekki góð, það átti að gera norðanáhlaup sem og varð. Þremur dögum eftir að við hreinsuðum af þakinu var allt komið í sama farið og verra ef eitthvað var,“ segir Jón Þór í umfjöllun um þessa hrakninga í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert