Afhenti undirskriftalistann „Seljum ekki Ísland“

Undirskriftalistinn og kröfurnar afhentar.
Undirskriftalistinn og kröfurnar afhentar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í dag var alþingismönnum sent opið bréf með áskorun um að „skýr og afdráttarlaus lög verði sett um eignarhald á landi og bann verði sett við eignasöfnun auðkýfinga og gegn því að eignarhald sé í höndum annarra en þeirra sem eiga lögheimili hér á landi“.

Undirskriftalistar með þessum kröfum voru afhentir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðinu í dag. 8.091 skrifaði undir kröfurnar á netinu í gegnum hópinn „Seljum ekki Ísland“.

Jóna Imsland, stofnandi síðunnar og ábyrgðarmaður undirskriftarsöfnunarinnar, segir Katrínu hafa tekið vel í kröfurnar. 

Katrín Jakobsdóttir og Jóna Imsland.
Katrín Jakobsdóttir og Jóna Imsland. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert